Svona djúphreinsar þú klósettið

mbl.is/Duravit

Postulínsskálin á baðherberginu sem notuð er dag og nótt (á sumum heimilum) – ætti ekki einungis að vera þrifin, heldur djúphreinsuð reglulega. Því það er hér sem að bakteríur svamla um og njóta sín ef dollan fær ekki almennileg þrif.

Svona djúphreinsar þú klósettið

  • Byrjaðu á því að hella salernishreinsi í klósettskálina.
  • Helltu því næst 2 bollum af ediki ofan í.
  • Stráðu því næst 1 bolla af natron, og leyfðu blöndunni að byrja freyða. Láttu standa í 10 mínútur.
  • Skrúbbaðu því næst dolluna með klósettburstanum og sturtaðu svo niður.
  • Ekki gleyma að þrífa salernið að utan líka.
Hvenær djúphreinsaðir þú klósettið síðast?
Hvenær djúphreinsaðir þú klósettið síðast? mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka