Catherine Zeta-Jones deilir mataræðinu sínu

Hollywood leikkonan Catherine Zeta-Jones elskar súkkulaði og borðar slíkt alla …
Hollywood leikkonan Catherine Zeta-Jones elskar súkkulaði og borðar slíkt alla daga. Mbl.is/Getty Images for Hollywood Forei

Hún er þekkt fyr­ir flott­an lík­ama og áreynslu­laust út­lit, en Hollywood­leik­kon­an Cat­her­ine Zeta-Jo­nes borðar súkkulaði og skons­ur alla daga og nýt­ur þess að borða góðar mátíðir.

Hin 51 árs gamla leik­kona sagði í viðtali á dög­un­um að hún elskaði breskt snarl og sæi til þess að slíkt væri ávallt til í skáp­un­um heima í Banda­ríkj­un­um. Hún drekk­ur alltaf te­bolla kl. 11 á morgn­ana og fær sér kex eða eitt­hvað annað sætt með. Mjólk­ursúkkulaði frá Ca­dbury er henn­ar upp­á­halds, því fram­leiðand­inn er bresk­ur og hún ólst upp með súkkuaðinu – og það veiti henni ákveðna hugg­un. Cat­her­ine drekk­ur einnig síðdeg­iste og ef hún hef­ur tíma, þá bak­ar hún skons­ur með rjóma og sultu til að njóta með.

Catherine og Michael Douglas á góðri stundu.
Cat­her­ine og Michael Douglas á góðri stundu. Mbl.is/@​Cat­her­ine Zeta-Jo­nes

Leik­kon­an seg­ist borða þrjár máltíðir á dag. Hún byrj­ar alla morgna á kaffi­bolla áður en hún borðar morg­un­mat um átta­leytið. Á vet­urna fær hún sér hafra­graut með púður­sykri, ban­ön­um og blá­berj­um, en á sumr­in gæðir hún sér á fitu­lausri vanillujóg­úrt með blá­berj­um, granóla og hind­berj­um. Um helg­ar fær hún sér ristað brauð með sírópi, bökuðum baun­um og eggja­hræru – og að það sýni „am­er­ísku hliðina“ henn­ar í mataræðinu. En hún og eig­inmaður henn­ar, ósk­ar­sverðlauna­haf­inn Michael Douglas, setj­ast alltaf niður sam­an í há­deg­is­mat ef þau eru ekki að sinna öðrum verk­efn­um. Há­deg­is­mat­ur­inn inni­held­ur alltaf sal­at og oft­ar en ekki grillaðan kjúk­ling, hnet­ur, spínat, tóm­ata og jafn­vel skvettu af bal­sam eða sinn­epi  eins fíkj­ur, epli, avóka­dó og app­el­sín­ur. Á kvöld­in elsk­ar hún að gæða sér á góðum fisk­rétti eða hvítu kjöti.

Mbl.is/@​Cat­her­ine Zeta-Jo­nes
Catherine deilir mikið af mat á Instagram síðunni sinni.
Cat­her­ine deil­ir mikið af mat á In­sta­gram síðunni sinni. Mbl.is/@​Cat­her­ine Zeta-Jo­nes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert