Besta leiðin til að handþvo flíkur

Handþvottur getur verið ákveðin hugarleikfimi.
Handþvottur getur verið ákveðin hugarleikfimi. Mbl.is/Getty Images/iStockphoto

Það eru margir Íslendingar á faraldsfæti núna og einhverjir farnir að telja heilan mánuð að heiman. Þá er gott að kunna handþvott þegar búið er að snúa brókunum við oftar en einu sinni á ferðinni.

Hér erum við þó einnig að vitna í flíkur sem einfaldlega má ekki setja í þvottavél, og þá skoðum við þvottaleiðbeiningarnar til að vita hvernig best sé að bera sig að. Ef þú sérð mynd af fötu af vatni með hendi, þá er um handþvott að ræða. Ef miðann vantar í flíkina, þá eru nokkrar týpur af efni sem best er að þvo í höndunum til að flíkin missi ekki lögun sína og teygist öll til.

  • viskós
  • ull
  • satín
  • siffon
  • silki
  1. Fylltu vask eða bala með köldu eða volgu vatni – eða smelltu þér að næstu á úti í náttúrunni.
  2. Bættu við tsk af þvottaefni (augljóslega ekki ef þú ert við læk úti í móa).
  3. Bleyttu flíkina og notaðu mjúkar hreyfingar – passaðu að nudda ekki fast eða snúa of mikið upp á efnið.
  4. Látið liggja í bleyti í 15 mínútur, skolið þá flíkina upp úr köldu vatni til að ná þvottaefninu öllu úr.
  5. Þrýstið á milli tveggja handklæða og látið þorna á sólríkum stað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert