IKEA gefur kerti með kjötbolluilm

Kjötbollu-ilmkerti er það nýjasta frá IKEA.
Kjötbollu-ilmkerti er það nýjasta frá IKEA. mbl.is/IKEA

Kæri les­andi, nú gefst þér tæki­færi á að finna ang­an á sænsku kjöt­boll­un­um frá IKEA – hvar sem er. Þá mein­um við sko líka heima hjá þér.  

Versl­un­ar­keðjan IKEA, til­kynnti nú á dög­un­um að ilm­kerti með kjöt­bolluilm muni verða hluti af svo­kölluðu „Store in a Box“, sem var sér­stak­lega búið til fyr­ir ára­tuga­af­mæli vild­ar­klúbb fyr­ir­tæk­is­ins.

Vild­ar­klúbbur­inn, IKEA Family, hef­ur verið starf­rækt í tíu ár og lang­ar fyr­ir­tækið gera vel við viðskipta­vini sína með gjafa­boxum sem munu inni­halda ýms­ar vör­ur sem tengj­ast versl­un­inni á einn eða ann­an hátt.

Ekk­ert hef­ur enn verið gefið upp hvaða vör­ur kass­inn mun inni­halda – fyr­ir utan þetta stór­magnaða ilm­kerti með kjöt­bolluilmi. Enda eru kjöt­boll­urn­ar mest selda var­an í allri IKEA vöru­hús­inu og hafa verið á vin­sældal­ista út um all­an heim síðan á ní­unda ára­tugn­um. Kertið sem ber nafnið Huvu­droll, er sagt ilma ná­kvæm­lega eins og höfuðrétt­ur sænska ris­ans – og það er nú alls ekki ama­legt ef maður elsk­ar kjöt­boll­ur þar að segja.

Það skal þó skýrt tekið fram að ein­ung­is er átt við IKEA í Banda­ríkj­un­um þó að við skor­um hér með form­lega á IKEA hér á landi að taka kjöt­bollu­kert­in í sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka