Þó nokkuð margir hafa látið pússað sig saman þetta sumarið og enn fleiri velja ágústmánuð til að fagna ástinni. Hér eru nokkrar hugmyndir að bestu gjöfunum sem brúðhjón geta fengið fyrir eldhúsið og eru fáanlegar hér á landi.
Bleikur marmaraplatti frá Stoned er það sem brúðhjónin þurfa að eiga í eldhúsinu. Fallegur til að bera fram á, og einnig til að prýða eldhúsbekkinn þegar plattinn er ekki í notkun. Fæst HÉR.
Hrærivélarnar frá Ankarsrum hafa verið framleiddar síðan á 5. áratugnum í Svíþjóð. Þetta eldhústæki er framleitt til þess að endast, rétt eins og gott hjónaband sem endist að eilífu. Fæst HÉR.
Smart kökuspaði setur sinn svip á veisluborðið og þessi er alveg gullfallegur. Spaðinn er frá Ferm Living sem þykir með þeim flottari í hönnun fyrir heimilið í dag. Fæst HÉR.
Fegurðin býr í einfaldleikanum! Endingargott matarstell sem hentar við öll tilefni er á óskalista brúðhjónanna – eins og þetta hér frá ERNST. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi og litirnir mjúkir og gleðja augað. Matarstell og fylgihlutir eru fáanleg HÉR.
Þessi fallegi koparpottur er skyldueign í eldhúsið – enda frönsk gæði og hönnun í gegn. Potturinn fæst í ýmsum stærðum og gerðum sem henta öllum heimakokkum. Fæst HÉR.
Klassísk hönnun í kökudisk frá Royal Copenhagen – fallega skreyttur með bláu blómamunstri. Fæst HÉR.
Kampavínsglös frá kristalskónginum Frederik Bagger. Fáanleg í ýmsum litum, sem og karöflur og áhöld í kokteilagerð. Fást HÉR.