Þegar veðrið breytir plönunum þínum, þá er þetta lausnin

Rigning og rok var ekki það sem við pöntuðum þetta …
Rigning og rok var ekki það sem við pöntuðum þetta sumarið. Mbl.is/Getty/iStockphoto

Einhverjir hafa notið veðurblíðunnar síðustu vikur, þó ekki allir hér á landi. Veðrið hefur breytt ýmsum plönum hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins, en það á alls ekki að stoppa okkur í að halda sumrinu áfram.

Grillveisla – lautarferð

Ef þú varst búin/n að skipuleggja grill og gleðskap á opnu túni úti í blíðskaparveðri en rigning og rok dynur alla daga þá er engin afsökun fyrir því að geta ekki boðið fólki heim í mat. Eða breyta plönum og baka smákökur með krökkunum – gleðja síðan góða vini eða fjölskyldu með því að færa þeim nýtt bakkelsi. Þá ertu að sameina marga þætti í einu; mat, samveru og ferskt loft.

Helgarfrí

Það kemur ekkert í stað útiveru í góðviðri en það sem gæti komist næst því er bíó-maraþon! Nokkuð sem þú leyfir þér sjaldan að gera en munt njóta þess í botn. Pantaðu þér mat heim, skelltu þér í kósígallann og leggstu upp í sófa með Netflix á fjarstýringunni. Stundum er gott að gefa huganum smá frí.

Útivera

Samkvæmt National Trust er rigning ekkert annað en smá bleyta og ætti aldrei að hindra þig í að vera úti að njóta náttúrunnar. Þú getur kastað þér í sjósund þar sem þú verður hvort eð er blautur, eða einfaldlega klætt veðrið af þér og notið ferska loftsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert