Er ráðlegt að innbyrða koffín fyrir æfingu?

mbl.is

Til er æva­forn umræða um koff­índrykkju fyr­ir lík­ams­rækt – en er það skyn­sam­legt og mun það auka getu okk­ar í þjálf­un­inni? Þessu ætl­um við að svara og meira til.

Fólk fer sín­ar leiðir er það býr sig und­ir ár­ang­urs­ríka æf­ingu – það borðar ákveðinn mat, fer á fæt­ur á ákveðnum tíma og þannig má lengi telja. En hvað er þetta með koff­ín sem ger­ir mann orku­meiri á æf­ing­um? Á síðasta ári var gerð könn­un í Bretlandi sem sýndi fram á koff­índrykkju fyr­ir 5 km hjól­reiðakeppni sem bætti lík­ams­getu fólks að meðaltali um 1,7%. Aðrar rann­sókn­ir hafa einnig kom­ist að þeirri niður­stöðu að koff­ín bæli sárs­auka og dragi úr þreytu. 

Ein­hverj­ir tengja þó koff­índrykkju við að fá skjálfta í hend­urn­ar, hjartað byrj­ar að pumpa á fullu og jafn­vel sum­ir hlaupa jafn­vel beint á sal­ernið til að losa – er þá sniðugt að vera að sulla í sig koff­íni fyr­ir æf­ingu? Við vit­um að með því að neyta 3 mg af koff­íni per kíló lík­amsþyngd­ar, einni klukku­stund fyr­ir æf­ingu, þá get­ur þú bætt þrekár­ang­ur­inn. Koff­ín get­ur líka aukið at­hygl­ina sem er enn einn kost­ur­inn til að bæta ár­ang­ur þjálf­un­ar til muna.

Sunni Patel, doktor og vís­indamaður í lækn­is­fræði, seg­ir að neysla á koff­íni miðist við 300-400 mg á dag – þar liggi ör­ugg efri mörk. En að sama skapi vill hann ekki ráðleggja nein­um að drekka koff­ín til að ná betri ár­angri í lík­ams­rækt þó að það telj­ist ár­ang­urs­ríkt  það séu til holl­ari kost­ir en það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert