Eggjabrauð með tvisti slær í gegn á TikTok

Sjúklega girnilegt eggjabrauð í boði TikTok.
Sjúklega girnilegt eggjabrauð í boði TikTok. mbl.is/TikTok

Gamla góða eggja­brauðið, með gati fyr­ir miðju á brauðsneiðinni og spælt egg sem fyll­ir upp í gatið. Þið vitið al­veg hvað um ræðir - en hér er það með ör­litlu tvisti.

Það var FOOD­MA­DESIMPLE á TikT­ok sem deildi þess­ari ný­stár­legu út­gáfu af eggja­brauði og við erum seld. Hér er byrjað á því að rista brauðið, síðan er gert gat fyr­ir miðju brauðsins og tek­in úr. Því næst er bei­koni eða skinku vafið utan um kant­ana á brauðsneiðinni og sett á heita pönn­una. Gatið á brauðinu er síðan fyllt upp með rifn­um osti og egg­inu slegið þar yfir. Að lok­um krydd­ar þú brauðið að vild og berð fram. Hið full­komna morg­un­verðarbrauð!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert