Chris Hemsworth fékk óvænta afmælisköku

Chris Hemsworth fagnaði 38 ára afmælinu sínu nú á dögunum.
Chris Hemsworth fagnaði 38 ára afmælinu sínu nú á dögunum. Mbl.is/Instagram_Chris Hemsworth

Hollywood leik­ar­inn Chris Hemsworth, fékk held­ur bet­ur óvænta og per­sónu­lega köku frá krökk­un­um sín­um á af­mæl­is­dag­inn.

Chris þekkj­um við til að mynda sem þrumuguðinn Þór í Mar­vel-mynd­un­um frægu og það er bara alls ekk­ert leiðin­legt að horfa á mann­inn á skján­um - það verður að segj­ast. En hann birti á In­sta­gram síðunni sinni, mynd­ir af köku sem börn­in hans þrjú bökuðu fyr­ir 38 ára gamla af­mæl­ispabb­ann. Kak­an er væg­ast sagt sykruð! Hér má sjá lif­andi eft­ir­mynd af Chris á brimbretti, bú­inn til úr fond­ant. Og kak­an sjálf er að sjálf­sögðu með nóg af kert­um og haug a syk­ur­skrauti.

Í færsl­unni seg­ir; „Takk fyr­ir all­ar af­mæl­isósk­irn­ar! Ég átti stór­skemmti­leg­an dag með fjöl­skyld­unni og tókst að borða 75% af þess­ari æðis­legu köku sem börn­in mín bjuggu til áður en þau hrundu í syk­ur­sjokk. Ég elska ykk­ur öll. Skál!“ Held­ur bet­ur vel lukkuð kaka ef þið spyrjið okk­ur – enda fátt betra en heima­gerðar kök­ur, bakaðar af ást.

Mbl.is/​In­sta­gram_Chris Hemsworth
Stórglæsileg kaka!
Stór­glæsi­leg kaka! Mbl.is/​In­sta­gram_Chris Hemsworth
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert