Flottasta útieldhús landsins

Smartasta útieldhús landsins er að finna á Akureyri.
Smartasta útieldhús landsins er að finna á Akureyri. Mbl.is/Svana Rún Símonardóttir

Smekk­lega fag­ur­kera er víða að finna og þá líka fyr­ir norðan, þar sem við rák­umst á eitt flott­asta útield­hús lands­ins.

Eld­húsið er á Ak­ur­eyri, þar sem aldrei rign­ir og sól­in er allt sum­arið að sögn Svönu Sím­on­ar­dótt­ur eig­anda eld­húss­ins sem um ræðir – en við náðum tali af Svönu og spurðum hana nán­ar út í þetta glæsi­lega eld­hús sem hún út­bjó ásamt eig­in­manni sín­um. „Mig langaði til að gera pall­inn fal­legri og meira í okk­ar anda. Einnig langaði mig til þess að nýta hann bet­ur en hann er alls ekki stór,“ seg­ir Svana. „Við grill­um mikið og þess vegna datt mér í hug að biðja mann­inn minn að smíða útield­hús þar sem hægt væri að leggja frá sér hluti, græja mat­inn á og und­ir­búa mat­seld­ina,“ sem hann svo sann­ar­lega gerði og vel það.

„Hvat­vís­in hef­ur yf­ir­leitt komið mér langt þegar kem­ur að því að ráðast í verk­efni, en ég fékk hug­mynd­ina á laug­ar­degi og eld­húsið var að mestu klárt á sunnu­dags­kvöld­inu. Ég á ótrú­lega frá­bær­an mann sem ræðst í slík verk­efni af meiri yf­ir­veg­un en ég, hann mældi þetta allt út sjálf­ur og smíðaði eld­húsið. Ég var nokkuð viss um hvernig ég vildi hafa þetta og síðan var bara að vinda sér í verkið. Mig langaði að hafa lekt­ur eða rimla fyr­ir ofan borðið sem við fest­um við, þannig að ég gæti hengt alls kon­ar hluti á riml­ana  viska­stykki, körfu með kryd­d­jurt­um, lukt­ir og fleira. Ótrú­lega gam­an að skreyta útield­húsið eft­ir eig­in höfði, árstíðum og skapi. Eld­stæðið set­ur líka punkt­inn yfir i-ið og ger­ir pall­inn líka ennþá meira kósí, en ég spreyjaði það svart með hitaþolnu spreyi,“ seg­ir Svana.

Eldstæðið keypti Svana í Húsasmiðjunni og spreyjaði svart. Stóllinn er …
Eld­stæðið keypti Svana í Húsa­smiðjunni og spreyjaði svart. Stóll­inn er úr Rúm­fa­tala­gern­um. Mbl.is/​Svana Rún Sím­on­ar­dótt­ir

Svana sér fyr­ir sér ekta pítsu­ofn í eld­hús­inu sem eld­bak­ar pítsurn­ar, og hana lang­ar til að fjár­festa í ein­um slík­um í framtíðinni. „Það er hægt að saga úr efri plöt­unni fyr­ir slík­um ofni eða jafn­vel fyr­ir litlu grilli. Einnig er hægt að láta stærri pítsu­ofna standa ofan á plöt­unni,“ seg­ir Svana og bæt­ir við: „Það mætti líka saga gat á plöt­una fyr­ir bala með drykkjar­föng­um og öðrum skemmti­leg­um hug­mynd­um sem mann lang­ar að hafa í sliku útield­húsi. Einnig væri draum­ur að setja lít­inn ís­skáp und­ir plöt­una seinna meir og nýta þannig eld­húsið líka sem bar þegar gest­ir koma í heim­sókn. Hug­mynd­irn­ar að nýt­ingu á slíku útield­húsi eru enda­laus­ar,“ seg­ir Svana.

Mbl.is/​Svana Rún Sím­on­ar­dótt­ir

Hvað þarf að hafa í huga þegar ráðist er í verk­efni sem þetta? „Að vera með fúa­varið timb­ur sem þolir að vera úti all­an árs­ins hring, því útield­húsið er þungt og kannski erfitt að geyma það inni. Nota þarf góða máln­ingu og góðan grunn ef það á að standa úti yfir vet­ur­inn. Einnig þarf að passa upp á all­ar eld­varn­ir því þetta er jú timb­ur. Ann­ars er þetta bara nokkuð ein­falt og skemmti­legt verk­efni sem ég mæli með,“ seg­ir Svana að lok­um. Hægt er að sjá fleiri mynd­ir og mynd­skeið hjá Svönu á In­sta­gram HÉR.

Mbl.is/​Svana Rún Sím­on­ar­dótt­ir
Liturinn á borðinu heitir S8500-N frá Sérefni og takið eftir …
Lit­ur­inn á borðinu heit­ir S8500-N frá Sér­efni og takið eft­ir pálma­trénu sem fæst í Tekk Comp­any. Mbl.is/​Svana Rún Sím­on­ar­dótt­ir
Mbl.is/​Svana Rún Sím­on­ar­dótt­ir
Undirstöðurnar að eldhúsinu.
Und­ir­stöðurn­ar að eld­hús­inu. Mbl.is/​Svana Rún Sím­on­ar­dótt­ir
Ríkarð Svavar var ekki lengi að rigga upp einu eldhúsi …
Rík­arð Svavar var ekki lengi að rigga upp einu eld­húsi á pall­inn. Mbl.is/​Svana Rún Sím­on­ar­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert