Liturinn á svuntunni segir meira en þig grunar

Veistu hvað svörtu svunturnar standa fyrir á Starbucks?
Veistu hvað svörtu svunturnar standa fyrir á Starbucks? mbl.is/ZHANG PENG/GETTY IMAGES

Það er orðið langt síðan við feng­um okk­ur bolla á eft­ir­lætiskaffi­hús­inu Star­bucks – en hef­ur þú tekið eft­ir því, að starfs­menn bera mislitar svunt­ur og sú svarta hef­ur sér­staka þýðingu.

Næst þegar þú heim­sæk­ir Star­bucks og rekst á kaffiþjón með svarta svuntu skaltu spyrja hann eða hana um allt sem þig lang­ar að vita um kaffi, því viðkom­andi er Star­bucks-vottaður kaffi-meist­ari. Að bera titil­inn „kaffi-meist­ari“ þýðir að kaffiþjónn­inn er með sérþekk­ingu á Star­bucks-kaffi – allt frá því hvernig það er bruggað yfir í sögu fyr­ir­tæk­is­ins, þá veit þjónn­inn allt.

Það þykir ansi virðing­ar­vert að bera svörtu svunt­una, en það er ekki hver sem er sem fær það. Viðkom­andi þarf að hafa lokið margra tíma kennslu­stund­um og smakkað á ótal kaffi­teg­und­um áður en kem­ur til þess að hann fái svunt­una um sig miðjan. Hljóm­ar alls ekki sem leiðin­legt starf það! Viðkom­andi þarf einnig að hafa mik­inn áhuga á að deila þekk­ingu sinni á kaffi til viðskipta­vina sinna, um bragð, sýru­stig, rækt­un­araðferðir, hvernig hita­stig hef­ur áhrif á bragð og margt, margt fleira.

Star­bucks-kaffiþjón­ar bera oft­ast græna svuntu fyr­ir utan „meist­ar­ana“, en eins má sjá þjóna með rauða svuntu yfir jóla­hátíðina. Fjólu­bláa svuntu bera þeir sem hafa verið vald­ir í pró­grammið sem næstu kaffi-meist­ar­ar, en ein­ung­is 26 ein­stak­ling­ar eru vald­ir í það heiður­s­verk á ári.

Svunta með ísaumuðum am­er­ísk­um fána þýðir að þú sért að tala við fyrr­ver­andi her­mann eða maka fyrr­ver­andi her­manns. Síðast en ekki síst er það græna svunt­an með sér­staka merk­ingu sem tákn­ar að viðkom­andi kaffiþjónn tali tákn­mál. Nú þurf­um við bara að skella okk­ur sem fyrst á Star­bucks til að taka þetta allt sam­an út af eig­in raun.

mbl.is/​Shutter­stock_HeinzTeh
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert