Svona áttu að geyma ís í frysti

Settu ísinn á hvolf áður en þú stingur honum aftur …
Settu ísinn á hvolf áður en þú stingur honum aftur inn í frysti. Mbl.is/GRACE LUXTON/TASTE OF HOME

Við elsk­um ís, en þegar hann byrj­ar að mynda litla ískrist­alla á toppn­um, þá fær­ist annað hljóð í mann­skap­inn. Svo hvað er til ráða?

Það er eng­inn ann­ar en ís­fram­leiðand­inn Ben & Jerry’s sem veit svarið við þess­ari mik­il­vægu spurn­ingu sem marg­ir hafa spurt sig í gegn­um tíðina. En þegar þú hef­ur skafið ís úr boxi, skaltu setja lokið á og snúa ísn­um á hvolf áður en þú set­ur hann aft­ur inn í frysti. Þannig bland­ast bráðnaði hlut­inn af ísn­um sam­an við rest­ina sem enn er hálf­fros­in og ís­inn mun hald­ast rjóma­kennd­ur og eins og nýr, næst þegar þú tek­ur hann úr frysti. Takk fyr­ir þetta Ben & Jerry’s!

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka