Fröllurnar sem fólk tryllist yfir

Hefur þú smakkað avókadó franskar?
Hefur þú smakkað avókadó franskar? Mbl.is/Instagram_@cookingwithayeh

Mat­gæðing­ar þarna úti eru að deila upp­skrift­um af avóka­dó frönsk­um sem fólk held­ur ekki vatni yfir og þykja af­skap­lega ljúf­feng­ar. Upp­skrift­in er ein­föld, fljót­leg og leyf­ir okk­ur að njóta avóka­dó á al­veg nýj­an máta.

Fröll­urn­ar sem fólk tryll­ist yfir

Vista Prenta

Fröll­urn­ar sem fólk tryll­ist yfir

  • Avóka­dó
  • Hveiti
  • Mjólk
  • Pan­kór­a­sp
  • Ses­am fræ
  • Svört ses­am fræ
  • Lauksalt
  • Hvít­laukskrydd
  • Birki­fræ
  • Sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 200°C.
  2. Skerið avóka­dó í þykk­ar sneiðar.
  3. Setjið hveiti í eina skál, mjólk í aðra og pan­kór­a­sp ásamt öðrum krydd­um, í þá þriðju. Dýfið avóka­dósneiðum fyrst í hveitið, því næst mjólk­ina, síðan aft­ur í hveitið og aft­ur í mjólk­ina. Að lok­um velt­urðu avóka­dó­inu upp úr blandaða brauðraspin­um þannig að all­ar hliðar séu húðaðar.
  4. Leggið avóka­dósneiðarn­ar á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og passið að þær snert­ist ekki. Penslið með ólífu­olíu og eldið í 15-20 mín­út­ur þar til gyllt­ir og stökk­ir.
  5. Þegar avóka­dó­inn er til­bú­inn, stráið þá smá salti yfir og berið fram með upp­á­halds ídýf­unni þinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert