Nýtt te á markað sem er ekki ætlað mönnum

Nýtt te er komið á markað fyrir krúttlega voffa.
Nýtt te er komið á markað fyrir krúttlega voffa. Mbl.is/Aurelie Four

English Breakfwoof hefur í samstarfi við gæludýrafyrirtækið Woof & Brew, sett nýja te-tegund á markað sem er eingöngu fyrir hunda. Þessi nýjung var gerð til heiðurs alþjóðlega hundadeginum, sem finna má 26. ágúst ár hvert – og rennur ágóðinn 100% til góðgerðarfélags sem styrkir hunda.

Hér er þó ekki verið að nota koffín né rotvarnarefni í te-blönduna, sem inniheldur hollari valkosti á borð við túnfífil og sjávarþang. Ekki er þó mælst með að við mannfólkið drekkum teið, en hverjum kassa fylgir einnig tepoki fyrir hundaeigandann – svo vinirnir geta notið þess að drekka te saman. Það gefur þó augaleið að teið er ekki framreitt heitt fyrir voffana, og þeir sem vilja skoða nánar geta gert það HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka