Rétturinn fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt

Æðislega girnilegur réttur í boði Snorra Guðmunds.
Æðislega girnilegur réttur í boði Snorra Guðmunds. mbl.is/Matur og myndir

Hér er rétt­ur fyr­ir þá sem vilja prófa eitt­hvað nýtt í eld­hús­inu  dún­mjúk­ar bao-boll­ur með hæg­elduðum rifn­um grís, ses­am­sal­ati og japönsku majó. Það er Snorri hjá Mat og mynd­um sem býður okk­ur í þessa girni­legu veislu.

Rétt­ur­inn fyr­ir þá sem vilja prófa eitt­hvað nýtt

Vista Prenta

Rétt­ur­inn fyr­ir þá sem vilja prófa eitt­hvað nýtt (fyr­ir 2)

  • grísa­hnakki í sneiðum, 400 g
  • baobrauð, 6 stk / fást fros­in hjá Fiska á Ný­býla­vegi
  • rauðkál, 150 g
  • kórí­and­er, 5 g
  • ag­úrka, 100 g
  • ristuð ses­am­fræ, 1 msk 
  • ra­dís­ur, 2 stk
  • jap­anskt majó, 60 ml
  • kewpie-ses­am­dresss­ing, 45 ml / fæst í Mela­búðinni
  • gochuj­ang, 1 msk
  • sojasósa, 1 msk
  • engi­fermauk eða rif­inn fersk­ur engi­fer, 1 tsk 
  • hvít­lauk­ur, 1 rif
  • kjúk­lingakraft­ur, 1 tsk 
  • hrís­grjóna­e­dik, 1 tsk

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 150°C með yfir- og und­ir­hita.
  2. Hrærið gochuj­ang sam­an við sojasósu, engi­fermauk, 1 pressað hvít­lauksrif, kjúk­lingakraft og hrís­grjóna­e­dik. 
  3. Nuddið gochuj­ang­blönd­unni vel á kjötið, leggið kjötið svo í lítið eld­fast mót og hellið botn­fylli af vatni (ekki of mikið) í mótið. Bætið rest­inni af gochuj­ang­blönd­unni (ef það var af­gang­ur) út í vatnið og hyljið mótið því næst með álp­app­ír.
  4. Bakið kjötið í miðjum ofni í 2-2,5 klst eða þar til það losn­ar auðveld­lega í sund­ur þegar togað er í það með tveim­ur göffl­um. Gott er að kíkja á kjötið þegar tím­inn er hálfnaður og bæta við ögn af vatni ef þarf.
  5. Notið tvo gaffla til þess að tæta kjötið niður í eld­fasta mót­inu og látið liggja í nokkr­ar mín. í krydduðum vökv­an­um. Smakkið til með salti ef þarf.
  6. Hitið bao­boll­urn­ar eft­ir leiðbein­ing­um á umbúðum eða hitið í um 30 sek. í ör­bylgju­ofni þar til þær eru heit­ar og mjúk­ar. 
  7. Sneiðið rauðkál eins þunnt og mögu­legt er, helst með mandó­líni (farið var­lega!). Saxið kórí­and­er. Setjið rauðkál, kórí­and­er og ses­am­dress­ingu sam­an í skál og blandið vel sam­an.
  8. Sneiðið ag­úrku og ra­dís­ur í þunn­ar sneiðar. Raðið ses­am­sal­ati, kjöti, japönsku majó og ses­am­fræj­um í brauðin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert