VIPP stofnar matarklúbb

Eldhúsframleiðandinn Vipp hefur stofnað matarklúbb.
Eldhúsframleiðandinn Vipp hefur stofnað matarklúbb. Mbl.is/Anders Schønnemann

Einn flott­asti eld­hús­fram­leiðand­inn, VIPP, hef­ur stofnað mat­ar­klúbb í 100 ára gam­alli blý­anta­verk­smiðju í Kaup­manna­höfn.

Ævin­týrið hófst fyr­ir mörg­um árum þegar Vipp kynnti sína fyrstu vöru; rusla­tunn­una frægu. Næst bætt­ust við borð, stól­ar, hill­ur, smá­vör­ur og að lok­um eld­hús sem hef­ur slegið í gegn.

Nýj­asta viðbót­in er mat­ar­klúbb­ur er kall­ast „Vipp Pencil Factory“, þar sem hæfi­leika­rík­ir mat­reiðslu­menn mæta og hýsa svo­kallaða pop-up-kvöld­verðar­klúbba. Fyrst­ur til að ríða á vaðið er eng­inn ann­ar en Riccar­do Ca­nella, fyrr­um yfir­kokk­ur á heimsþekkta veit­ingastaðnum NOMA.

Svo stórkostlega fallegt allt saman.
Svo stór­kost­lega fal­legt allt sam­an. Mbl.is/​And­ers Schønnem­ann

Mat­ar­klúbbur­inn er staðsett­ur í gam­alli bygg­ingu sem áður hýsti blý­anta­verk­smiðju. Hef­ur hús­næðinu verið breytt á ein­stak­an hátt – en rýmið er 400 fer­metr­ar sem nú þegar er byrjað að fyll­ast af kokk­um hvaðanæva og svöng­um gest­um.

Staðurinn er í gamalli blýantaverksmiðju og það er innanhússhönnuðurinn Julie …
Staður­inn er í gam­alli blý­anta­verk­smiðju og það er inn­an­húss­hönnuður­inn Ju­lie Cloos Møls­ga­ard sem á heiður­inn að breyt­ing­um gömlu verk­smiðjunn­ar. Mbl.is/​And­ers Schønnem­ann

„Þetta er ekki veit­ingastaður en við bjóðum hæfi­leika­rík­um mat­reiðslu­mönn­um að elda kvöld­verð. Þetta er held­ur ekki næt­ur­klúbb­ur en við bjóðum hæfi­leika­rík­um tón­list­ar­mönn­um að taka lagið. Þetta er held­ur ekki sýn­ing­ar­sal­ur en við höf­um boðið þekkt­um hönnuðum og lista­mönn­um að skerpa á staðnum með Vipp-eld­húsi og hús­gögn­um. Og nú bjóðum við þér að bóka sæti við lang­borðið okk­ar,“ seg­ir Kasper Eg­e­lund, for­stjóri og þriðja kyn­slóð eig­enda Vipp.

Mbl.is/​And­ers Schønnem­ann

Það er ein­stak­ur bak­g­arður við bygg­ing­una sem gest­ir ganga inn um. Þar hafa fyrr­um hlut­ar blý­anta­verk­smiðjunn­ar verið fag­ur­lega skreytt­ir í heim­il­is­leg­um anda. Þegar inn er komið er miðja rým­is­ins hið nýja og glæsta V2-eld­hús frá Vipp, sem breyt­ir mat­ar­gerðinni í hálf­gerðan gjörn­ing. Lang­borðið tek­ur um 26 manns í sæti og þar með í fremstu röð til að fylgj­ast með kokk­un­um starfa í eld­hús­inu.

Mbl.is/​And­ers Schønnem­ann

Vipp Pencil Factory verður form­lega kynnt á stærstu hönn­un­ar­há­tið Dana, 3daysofdesign, þar sem opið verður fyr­ir al­menn­ing að koma og skoða – fimmtu­dag­inn 16. sept­em­ber á Sturlasga­de 12G frá 16 til 19, ef ein­hver mat­gæðing­ur frá Íslandi á þar leið fram hjá.

Mbl.is/​And­ers Schønnem­ann
Mbl.is/​And­ers Schønnem­ann
Mbl.is/​And­ers Schønnem­ann
Mbl.is/​And­ers Schønnem­ann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert