Fyrstu jólanýjungarnar eru hér

Fyrstu jólanýjungar Holmegaard eru hér.
Fyrstu jólanýjungar Holmegaard eru hér. Mbl.is/Holmegaard

Hvern hefði grunað að fréttir af nýju jóladóti sé að rata í verslanir! Þótt ótrúlegt megi virðast, þá er mun styttra í piparkökuilm og kertaljós, en við höldum.

Holmegaard kynnti nú á dögunum nýjungar fyrir jólin, þar sem pappírlistamaðurinn Jette Frölichs hefur séð um að skreyta árlegu jólavöru fyrirtækisins sem mörgum ætti að vera kunnug – karöflu og glös. Hér sækir listamaðurinn innblástur til Noregs, en flest öll munstrin og skreytingarnar sem við sjáum frá Holmegaard, eiga rætur að rekja í klassískar jólahefðir á Norðurlöndunum.

Glervörurnar í ár eru skreyttar klassískum jólalitum – rauðu og gulli í bland við mildari litapallettu. Snæviþakið landslag og timburkirkja er á meðal þess sem við sjáum og kalla á jólastemninguna í hús. Í vörulínunni má meðal annars finna fyrir utan karöflu og glös - skálar, luktir og aðventukerti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert