Bestu fréttir ársins af Lucky Charms

Pastellituðu sykurkoddarnir frá General Mills eru aftur væntanlegir og í …
Pastellituðu sykurkoddarnir frá General Mills eru aftur væntanlegir og í nýjum umbúðum. Mbl.is/General Mills

Við erum alls ekki þau einu sem fagna nýj­ustu frétt­um frá Gener­al Mills, sem hafa til­kynnt að var­an þeirra „Just Magical Mars­hm­allows“ sé vænt­an­leg aft­ur á markað.

Um er að ræða morgun­korn sem inni­held­ur ein­ung­is sætu syk­ur­púðana sem við þekkj­um svo vel úr Lucky Charms pökk­un­um og kom fyrst á markað árið 2015 – en hef­ur verið tekið tíma­bundið af markaði annað slagið í gegn­um árin. Það sem þykir þó mest spenn­andi eru umbúðirn­ar utan um lit­ríku syk­ur­kodd­ana sem finn­ast í átta mis­mun­andi form­um; Hjarta, stjarna, skeifa, smári, blátt tungl, regn­bogi og sem rauð blaðra. Allt smakk­ast þó eins á bragðið og fyll­ir ekki bara mag­ann, held­ur líka sál­ina af gleði við það eina að sjá alla pastellit­ina í morg­un­verðarskál­inni. En það væri ein­stak­lega gam­an að fá að smella þess­um syk­ur­púðum með í ein­hvers­kon­ar bakst­ur – við erum nokkuð viss um að það myndi slá í gegn í öll­um barna­af­mæl­um.

Mbl.is/​Gener­al Mills
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert