Keramik kóngurinn Christian Bitz toppar sig

Christian Bitz
Christian Bitz

Kera­mik-sjarmörinn Christian Bitz fram­leiðir vör­ur sem styðja við fal­legt mál­efni, og vænt­an­leg­ar með haust­inu eru nýj­ar könn­ur sem fag­ur­ker­ar mega ekki láta fram hjá sér fara – en þær eru hluti af mál­efn­inu.

Kus­intha er heitið á vör­um und­ir fram­leiðslu BITZ, þar sem vör­urn­ar eru ým­ist úr hefðbundnu gleri eða end­urunnu gleri í fal­leg­um lit­um sem smellpassa við aðrar vör­ur BITZ. Þess­ar til­teknu vör­ur eru sam­starfs­verk­efni sem hófst árið 2018 hjá Christian Bitz og Li­sette Rützou. Mark­miðið er að gefa 20 millj­ón­ir ís­lenskra króna yfir fimm ára tíma­bil með hagnaði á sölu á vör­um úr Kus­intha-lín­unni.

Orðið „kus­intha“ þýðir breyt­ing­ar á chichewa, sem talað er í Mala­ví og til­gang­ur­inn með verk­efn­inu er ein­mitt að breyta – með því að koma á fót brunn­um með hreinu drykkjar­vatni, opna leik­skóla og gefa krökk­um mögu­leika á skóla­göngu í fá­tæk­ustu ríkj­um heims. Vatn er jú lífs­nauðsyn­legt og því er verk­efnið fal­legt og afar mik­il­vægt. Það eru því miður ekki all­ir svo heppn­ir að geta skrúfað frá kran­an­um og drukkið beint af stút eins og við hér á landi.

Mbl.is/​Bitz
Nýjar könnur frá BITZ eru væntanlegar með haustinu.
Nýj­ar könn­ur frá BITZ eru vænt­an­leg­ar með haust­inu. Mbl.is/​Bitz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert