Lykillinn að góðum nætursvefni

Griðarstaðurinn okkar á nóttunni er svefnherbergið.
Griðarstaðurinn okkar á nóttunni er svefnherbergið. Mbl.is/Georg Jensen

Góður nætursvefn er ómetanlegur, og eflaust eitt af því sem margir kvarta yfir að fá ekki nóg af í viku hverri. Hér eru nokkur atriði sem hjálpa til við góðan nætursvefn.

  • Reynið að halda í ákveðna svefnrútínu með því að fara á fætur og að sofa á sama tíma, dag hvern. Þannig venst líkaminn rútínunni og á auðveldara með að falla í ró.
  • Drekkið ekki te, kaffi eða aðra drykki er innibalda koffín fyrir svefninn. Passið líka upp á sætindin, því sykurinn fær blóðsykurinn til að rísa og trufla svefninn.
  • Ekki vera feimin við að nota mikið af textil í svefnherberginu í rúmgafli, sængurverum, púðum og rúmteppi. Það gefur mikla hlýju og notalega stemningu, svo þig langar til að skríða upp í rúm og fara sofa.
  • Passið hitastigið í svefnherberginu – of mikill hiti getur verið truflandi fyrir líkamann. Talað er um að 13-18 gráður séu passlegur hiti í svefnrými, og ávallt sé gott að fá smá ferskt loft inn í herbergið. Loftið því vel út á hverjum degi.
  • Pör geta átt í erfiðleikum með svefn ef annar byltir sér of mikið á nóttunni. Stundum er gott að velja tvær dýnur í staðinn fyrir eina upp á þetta að gera. Það má síðan bæta við yfirdýnu sem nær þvert yfir rúmið, svo enginn sé að „detta á milli“.
  • Dökkmálaðir veggir geta haft róandi áhrif, en passaðu samt að blanda saman ljósum tónum í textíl eða húsmunum. Þú vilt ekki sofa í algjörum helli.
Mbl.is/Georg Jensen
  • Slökktu á öllum rafmagnstækjum – síma, sjónvarpi, ipad eða öðru sem truflar svefninn. Þetta er gefin regla.
  • Ekki drekka neitt rétt áður en þú stingur þér með tærnar undir sængina, þá er meiri hætta á að vakna yfir nóttina til að pissa og raska þannig svefninn.
  • Heitt bað fyrir háttinn gæti verið góð regla.
  • Líkamsrækt yfir daginn er mikilvæg fyrir nætursvefn, en æfingar rétt fyrir svefninn fá líkamshitann til að rísa og getur valdið erfiðleikum með að sofna.
  • Gott ráð til að loka birtuna út úr rýminu, er að nota gólfsíðar gardínur. Þar fyrir utan gefa síðar gardínur þessa ekta hótelstemningu í herbergið.
Ekki er ráðlagt að drekka koffíndrykki fyrir háttatímann.
Ekki er ráðlagt að drekka koffíndrykki fyrir háttatímann. Mbl.is/Georg Jensen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka