Bragðgóð beigla að hætti Önnu Mörtu

Stórkostlega bragðgóð beigla í boði Önnu Mörtu.
Stórkostlega bragðgóð beigla í boði Önnu Mörtu. mbl.is/Anna Marta

Beigl­ur mættu án efa vera oft­ar á borðum – því þær eru bragðgóðar og þar fyr­ir utan, skemmti­leg­ar að borða. Sér­stak­lega þegar þær eru sam­sett­ar með ein­stök­um hrá­efn­um eins og við sjá­um hér. En þessi upp­skrift er í boði Önnu Mörtu sem not­ar döðlumauk og pestó úr eig­in fram­leiðslu og beigl­an verður ein­stak­lega „djúsí“. 

Bragðgóð beigla að hætti Önnu Mörtu

Vista Prenta

Bragðgóð beigla að hætti Önnu Mörtu

  • Beigla, ristuð
  • 1 msk pestó frá ANNA MARTA
  • 1 msk döðlumauk frá ANNA MARTA
  • ½ lítið avóka­dó
  • 1 tóm­at­ur
  • ½ rauð papríka
  • 1 egg

Aðferð:

  1. Ristið beigl­una, skerði græn­metið niður og steikið egg á pönnu.
  2. Smyrjið pestó og döðlumauki á beigl­una.
  3. Raðið græn­met­inu á, ásamt egg­inu.
  4. Bætið við meira af pestó og döðlumauki ef þess er þörf. 
  5. Kryddið með gróf­um svört­um pip­ar.
Hér er það döðlumaukið og pestóið sem setja punktinn yfir …
Hér er það döðlumaukið og pestóið sem setja punkt­inn yfir i-ið. mbl.is/​Anna Marta
Líkamsræktar- og matarþjálfarinn Anna Marta.
Lík­ams­rækt­ar- og mat­arþjálf­ar­inn Anna Marta. mbl.is/​Anna Marta
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert