Beiglur mættu án efa vera oftar á borðum – því þær eru bragðgóðar og þar fyrir utan, skemmtilegar að borða. Sérstaklega þegar þær eru samsettar með einstökum hráefnum eins og við sjáum hér. En þessi uppskrift er í boði Önnu Mörtu sem notar döðlumauk og pestó úr eigin framleiðslu og beiglan verður einstaklega „djúsí“.
Bragðgóð beigla að hætti Önnu Mörtu
- Beigla, ristuð
- 1 msk pestó frá ANNA MARTA
- 1 msk döðlumauk frá ANNA MARTA
- ½ lítið avókadó
- 1 tómatur
- ½ rauð papríka
- 1 egg
Aðferð:
- Ristið beigluna, skerði grænmetið niður og steikið egg á pönnu.
- Smyrjið pestó og döðlumauki á beigluna.
- Raðið grænmetinu á, ásamt egginu.
- Bætið við meira af pestó og döðlumauki ef þess er þörf.
- Kryddið með grófum svörtum pipar.
Hér er það döðlumaukið og pestóið sem setja punktinn yfir i-ið.
mbl.is/Anna Marta
Líkamsræktar- og matarþjálfarinn Anna Marta.
mbl.is/Anna Marta