Fljótandi veitingastaður vekur athygli

Fljótandi veitingahúsastemning hljómar alls ekki svo illa.
Fljótandi veitingahúsastemning hljómar alls ekki svo illa. Mbl.is/Resy

Fljótandi pop-up veitingastaður opnar við East River í Manhattan þar sem margverðlaunaðir kokkar koma fram og töfra stórfenglega rétti.

Dagana 17. til 21. september, mun sérstök veitingahúsastemning eiga sér stað þegar fljótandi veitingastaður mun taka á móti gestum með stjörnukokka á borð við Michael Solomonov, Kwame Onwuachi, Nancy Silverton og Stephanie Izard. Hver og einn mun útbúa sína útgáfu af matseðli fyrir hádegi, léttan kvöldverð og kvöldverð.

Þessi hugmynd er sú nýjasta í röð viðburða til að fagna endurnýjuðu American Express Platinum kortinu, sem er sérstaklega hannað fyrir þá sem elska að ferðast og fara út að borða. Korthafar fá aðgang að sérvöldum veitingastöðum, viðburðum og öðru eins í gegnum Resy´s Global Dining – auk sérstaks forgangs á biðlista yfir borð sem erfitt er að fá aðgang að, víðsvegar um heiminn.

Mbl.is/Resy
Mbl.is/Resy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert