Fljótandi veitingastaður vekur athygli

Fljótandi veitingahúsastemning hljómar alls ekki svo illa.
Fljótandi veitingahúsastemning hljómar alls ekki svo illa. Mbl.is/Resy

Fljót­andi pop-up veit­ingastaður opn­ar við East Ri­ver í Man­hatt­an þar sem marg­verðlaunaðir kokk­ar koma fram og töfra stór­feng­lega rétti.

Dag­ana 17. til 21. sept­em­ber, mun sér­stök veit­inga­húsa­stemn­ing eiga sér stað þegar fljót­andi veit­ingastaður mun taka á móti gest­um með stjörnu­kokka á borð við Michael Solomonov, Kwame Onwuachi, Nancy Sil­vert­on og Stephanie Iz­ard. Hver og einn mun út­búa sína út­gáfu af mat­seðli fyr­ir há­degi, létt­an kvöld­verð og kvöld­verð.

Þessi hug­mynd er sú nýj­asta í röð viðburða til að fagna end­ur­nýjuðu American Express Plat­in­um kort­inu, sem er sér­stak­lega hannað fyr­ir þá sem elska að ferðast og fara út að borða. Kort­haf­ar fá aðgang að sér­völd­um veit­inga­stöðum, viðburðum og öðru eins í gegn­um Resy´s Global Din­ing – auk sér­staks for­gangs á biðlista yfir borð sem erfitt er að fá aðgang að, víðsveg­ar um heim­inn.

Mbl.is/​Resy
Mbl.is/​Resy
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert