Ef að bakstur er bara alls ekki fyrir þig, þá skaltu fylgjast vel með hér fyrir neðan því þú munt þakka TikTok fyrir.
TikTok snillingurinn, hún Carolina Mccauley, er með allar lausnirnar á hreinu er kemur að almennum eldhússtörfum og þrifum. Hér sýnir hún okkur hvernig þú getur á einfaldan máta, „bakað“ köku án þess að baka. Bakstur hentar þvi miður ekki öllum, á meðan aðrir elska að baka en þá skortir tímann til þess. Þá sýnir Carolina okkur hvernig má töfra fram stórkostlega köku á litlum tíma, án þess að setja neitt í ofninn eins og við sjáum í meðfylgjandi myndbroti.