Kjúklinga lasagna sem allir elska

Ljósmynd/María Gomez

Ef það er eitt­hvað sem maður þarf til að byrja vik­una af krafti þá er það klár­lega þessi upp­skrift sem er al­gjört æði! Lasagna a la Mexí­kó get­ur hrein­lega ekki klikkað og það borg­ar sig að gera nóg til að eiga af­gang út vik­una.

Það er meist­ari María Gomez á Paz.is sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift sem verður ef­laust í kvöld­mat hjá mörg­um í kvöld.

Kjúklinga lasagna sem allir elska

Vista Prenta

Dýrðlegt kjúk­linga mexí­kóla­sagna

  • 650-700 gr úr­beinuð læri (ég notaði frá Rose Poul­try)
  • 500-520 gr salsasósa (ég notaði frá Missi­on en þá eru það 2x 260 gr krukk­ur) fást m.a í Fjarðar­kaup og Krón­unni 
  • 1/​2 dl rjómi 
  • 2 dl maís baun­ir 
  • 2 vefj­ur (ég notaði frá Missi­on wraps með spelti og þær voru rosa góðar í þetta, verða ekki blaut­ar, fást m.a í Krón­unni og Fjarðar­kaup)
  • Raspaður börk­ur af einu Lime 
  • 1 dós sýrður rjómi (ég notaði með graslauk þenn­an í grænu doll­un­um)
  • 1/​2 dl ólífu­olía 
  • salt 
  • Rif­inn mozzar­ella 
  • Rif­inn chedd­ar 

Hvít sósa á milli

  • 1/​2 dl rjómi 
  • 200 gr eða ein askja af Phila­delp­hia rjóma­osti Orig­inal 
  • 60 gr par­mes­an 
  • 50 gr rif­inn chedd­ar 
  • 60 gr rif­inn mozzar­ella 
  • 1/​2 tsk tim­i­an 
  • 1/​2 tsk or­egano 

Krydd­blanda 

  • 1/​2 tsk cayenne 
  • 1 tsk paprika 
  • 1 tsk cum­in (ekki kúmen eins og í kringl­um)
  • 1 tsk tim­i­an 
  • 1/​2 tsk svart­ur pip­ar 
  • 1 tsk hvít­lauks­duft (ath ekki hvít­laukssalt)
  • 1 tsk lauk­duft (oni­on powder)
  • 1/​2 tsk chili powder 
  • 1 tsk or­egano 
  • 1 msk púður­syk­ur 
  • salt 

Getið líka notað annað krydd sem pass­ar við Mexí­kó­mat.....í staðinn fyr­ir krydd­blönd­una, en oft er mikið af þess­um krydd­um til í skápn­um hjá manni nú þegar sem fer í þessa krydd­blöndu !

Aðferð

  1. Byrjið á að gera kydd­blönd­una með því að hræra öll­um inni­halds­efn­um sem fer í hana sam­an 
  2. Setjið næst úr­beinaða kjúk­linga­leggi í mat­vinnslu­vél með hníf­inn á og ýtið á pul­se og maukið þar til er orðið að litl­um bit­um en ekki of lengi samt því þá verður kjúll­inn seig­ur 
  3. Hitið ólífu­olíu á pönnu og setjið kúk­ling­inn út á og saltið vel yfir og hellið allri krydd­blönd­unni yfir líka (ykk­ur gæti fund­ist hún of mikið en hún er það ekki) 
  4. Leyfið að malla þar til kjúk­ling­ur­inn er orðin hvít­ur og hellið þá salsasósu, rjóma og li­me­berki út á. Passið að raspa bara græna lagið af berk­in­um, ekki ofan í hvíta. Kveikið nú á ofn­in­um á 190 °C blást­ur eða 200 °C ekki blást­ur 
  5. Látið malla í 5-10 mín­út­ur á pönn­uni og gerið hvítu sós­una á meðan með því að hræra öllu sem er í henni sam­an í skál og leggja svo til hliðar 
  6. Setjið næst maís­baun­ir út á pönn­una hrærið og slökkvið und­ir og byrjið að raða í eld­fast mót 
  7. Fyrst er sett kjúk­linga­salsað, næst vefja, hvít sósa smurð á vefj­una, aft­ur kjúk­linga­salsa, vefja, hvít sósa og að lok­um annað lag kjúk­linga­salsa. Sýður rjómi sett­ur efst ofan á og rifn­um mozzar­ella og chedd­ar stráð yfir allt og gott að setja smá papriku­duft yfir ost­inn 
  8. Bakið í ofn­in­um í 20 mín og berið fram með guaca­mole sem þið finnið upp­skrift af hér og sýrðum rjóma
Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert