Allt um stóra fataskápamálið

Ertu búin/n að taka til í skápunum fyrir veturinn?
Ertu búin/n að taka til í skápunum fyrir veturinn? Mbl.is/marthastewart.com

Það eru ef­laust ein­hverj­ir les­end­ur sem eru að taka til í fata­skáp­un­um þessa dag­ana, færa til sum­ar­föt­in fyr­ir þykk­ari peys­ur. En hvað er best að hengja upp og hvað ber að brjóta sam­an?

Það er alltaf gott að taka til í skáp­un­um fyr­ir hvern árs­fjórðung og losa sig við föt sem sjald­an hylja kropp­inn – þetta verk­efni til­heyr­ir víst hús­verk­un­um. Darla DeMorrow, stofn­andi HeartWork Org­an­iz­ing hef­ur tekið sam­an nokkra punkta um hvenær best sé að hengja flík­urn­ar upp á herðatré og hvenær á að brjóta þær sam­an. 

Hengja upp á herðatré:

  • Silki, siffon og annað fínna efni.
  • Sæng­ur­ver til að losna við krump­ur.
  • Bux­ur
  • Fín­ar blúss­ur og skyrt­ur.
  • Jakka
  • Kjóla

Brjóta sam­an:

  • Þykk­ar peys­ur
  • Íþróttafatnað
  • Stutt­bux­ur

Hengja upp eða brjóta sam­an:

  • Stutterma­boli
  • Galla­bux­ur
  • Trefla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert