Vissir þú þetta um grænmeti og ávexti?

Vissir þú að ávextir og grænmeti á ekki samleið í …
Vissir þú að ávextir og grænmeti á ekki samleið í ísskápnum. mbl.is/

Það er ekki nóg að kaupa bara ávexti og grænmeti og smella því strax inn í ísskáp og loka. Við þurfum að hafa í huga hvernig við geymum það.

Ávexti og grænmeti ber alltaf að geyma í neðstu skúffunum í ísskápnum, þar sem skúffurnar eru ekki eins kaldar og rakastigið hærra en á öðrum hæðum í skápnum. Það er þó ein meginregla sem vert er að fylgja – að skilja ávexti og grænmeti að í skúffunum. Ástæðan er einfaldlega sú að sumir ávextir geta flýtt fyrir þroska grænmetisins og eins getur grænmetið mengað annað hráefni með svokölluðum jarðvegsbakteríum. Flestir ísskápar eru með tvær skúffur, svo það er auðvelt að gera þetta að vana og sortera eftir innkaupin í búðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka