Eldhús Svönu fékk algjöra yfirhalningu

Glæsileg breyting á eldhúsi á Akureyri.
Glæsileg breyting á eldhúsi á Akureyri. Mbl.is/Mynd_aðsend

Á Ak­ur­eyri býr Svana Rún Sím­on­ar­dótt­ir ásamt fjöl­skyldu sinni. Þau réðust í það stóra verk­efni að end­ur­gera eld­húsið og út­kom­an er æðis­leg.

Húsið er frá ár­inu 1980 og því margt komið  á tíma. Eld­húsið var eitt af þeim verk­efn­um sem þau settu í fo­gang, en það var hólfað af með hlöðnum múr­steins­veggi – og alls ekki stórt. Eft­ir breyt­ing­ar er eld­húsið um 20 fer­metr­ar, rúm­gott og bjart. Eyj­an set­ur síðan punkt­inn yfir i-ið, en hún er tveir og hálf­ur meter á lengd með pláss fyr­ir fjóra bar­stóla – og þar er mikið setið, lært, leikið og spjallað yfir elda­mennsk­unni.

„Við hjón­in feng­um húsið okk­ar af­hent í byrj­un des­em­ber og ákváðum að fara í fram­kvæmd­ir á um þrem vik­um, en stefn­an var að flytja inn fyr­ir jól. Fyr­ir­hugað var að brjóta niður þrjá veggi til að opna upp rými milli eld­húss og stof­um ásamt því að par­ket­leggja allt og mála.  Ég viður­kenni svona eft­ir á að það var djarft hugsað ver­andi bæði tvö í fullri vinnu og með stórt heim­ili“, seg­ir Svana í sam­tali.

Mbl.is/​Mynd_aðsend

Svana seg­ir í sam­tali að þau hafi séð al­farið sjálf um hönn­un­ina á eld­hús­inu, með hjálp teikni­for­rits­ins frá IKEA. Hún mæl­ir þó með að láta starfs­fólk IKEA sjá um að teikna loka­út­kom­una til að hafa all­ar mæl­ing­ar og pæl­ing­ar rétt­ar. „Við vor­um með ákveðnar hug­mynd­ir um hvernig við vild­um hafa eld­húsið, hvað okk­ur fannst mik­il­vægt og hvað ekki. Við ákváðum til að mynda að færa hurð sem var í miðjuna á eld­hús­inu til að fá háa skápa þar og koma fyr­ir ís­skáp og búr­skáp. Ég vildi ekk­ert endi­lega hafa tækja­skáp í horn­inu, fannst það loka eld­hús­inu svo mikið og valdi því frek­ar að hafa það horn opið og setja hill­ur í staðinn þar sem ég gæti haft smá pláss fyr­ir skraut og annað skemmti­legt sem má gjarn­an sjást. Ég fékk dá­sam­legu vinnu­fé­laga mína með mér í lið að setja sam­an alla skáp­ana og svo feng­um við smið í lið með okk­ur við að koma upp öll­um skáp­um og slíkt, en ég skrúfaði sam­an flest all­ar skúff­ur sjálf á meðan maður­inn minn lauk upp­setn­ing­unni, það var krefj­andi en lær­dóms­ríkt ferli skal ég segja ykk­ur“, seg­ir Svana.

Mbl.is/​Mynd_aðsend

Var ein­hver áskor­un í ferl­inu? „Áskor­un­in var klár­lega tím­aramm­inn, en við þurf­um að vera búin að losa hitt húsið okk­ar, flytja, vinna og fram­kvæma allt í nýja hús­inu á þrem vik­um. Auðvitað var ekki allt til­búið og fullt af smá­atriðum eft­ir, en við kláruðum alla stóra pósta á þess­um vik­um. Það sem hjálpaði mikið til var öll und­ir­bún­ings­vinn­an, en hún skipt­ir miklu máli, ásamt því að vera skipu­lagður og hafa yf­ir­sýn yfir þau verk­efni sem þarf að fram­kvæma. Það að vera búin að panta allt sem til þurfti og und­ir­búa allt sem hægt var sparaði okk­ur mik­inn tíma. Við hefðum í raun ekki viljað gera neitt öðru­vísi hvað varðar skipu­lag á t.d. eld­hús­inu - en við erum mjög ánægð með það og vinnuaðstaðan er mjög rúm­góð og nóg af skápaplássi. Í framtíðinni myndi okk­ur langa að fjár­festa í stein­plötu á bæði eyj­una og eld­hús­bekk­inn en við keypt­um fal­lega plastlagða plötu með marm­ara­áferð þangað til sú fjár­fest­ing verður að veru­leika“, seg­ir Svana.

Mbl.is/​Mynd_aðsend

Eld­húsið er bæði praktískt og fal­legt og nýt­ist stór­fjöl­skyld­unni vel. Hér er hjarta húss­ins, en eld­húsið er staðsett í miðju rým­is­ins og því með sýn yfir alla parta húss­ins. „Hér safn­ast öll fjöl­skyld­an sam­an og á nota­leg­ar stund­ir. Einnig finnst okk­ur gott að vera með hellu­borðið staðsett á eyj­unni og vinnuplássið í kring er stórt og þægi­legt. Það sem einnig er skemmti­leg við eld­húsið er að það er hægt að breyta ýmsu þar með ýmsu skrauti og smá til­færsl­um. Ég er búin að færa hill­ur, setja upp aðrar, hengja upp flísa-ar­inn, taka hann niður og setja spegla á bak við eld­hús­borðið, skipta um ljós og einnig er ég dug­leg að breyta um skraut á eyj­unni“, seg­ir Svana að lok­um. Þeir sem vilja fylgj­ast með hug­mynda­ríku Svönu á In­sta­gram geta fundið hana HÉR.

Mbl.is/​Mynd_aðsend
Mbl.is/​Mynd_aðsend
Mbl.is/​Mynd_aðsend
Mbl.is/​Mynd_aðsend
Mbl.is/​Mynd_aðsend
Mbl.is/​Mynd_aðsend
Mbl.is/​Mynd_aðsend
Mbl.is/​Mynd_aðsend
Mbl.is/​Mynd_aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert