Nýir ávextir úr hágæðabómull

Nýjar textílvörur frá Ferm Living fyrir krakkana. Epli og perur …
Nýjar textílvörur frá Ferm Living fyrir krakkana. Epli og perur er þar fremstar í flokki. Mbl.is/Ferm Living

Eitt vin­sæl­asta hús­búnaðarfyr­ir­tækið þessa dag­ana er FERM Li­ving. Þeir voru að kynna nýj­ar vör­ur fyr­ir litlu kríl­in; lit­ríka ávexti úr hágæðabóm­ull.

Litlu krakka­orm­arn­ir okk­ar eiga allt það besta skilið – þar á meðal mjúk­ar tex­tíl­vör­ur sem eru formaðar eins og ávext­ir. FERM kynnti á dög­un­um nýja púða og teppi sem krakk­arn­ir munu elska – og allt fram­leitt úr 100% líf­rænni GOTS-vottaðri bóm­ull. Eins er bólstr­un­in í tepp­inu og púðunum úr end­urunnu pó­lýester.

Það eru akkúrat vör­ur sem þess­ar sem hleypa ímynd­un­ar­afl­inu af stað og hvað er betra en virkja það hjá barn­inu með ávöxt­um?

Ofsalega „kjút“ púðar.
Ofsa­lega „kjút“ púðar. Mbl.is/​Ferm Li­ving
Mbl.is/​Ferm Li­ving
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert