Skiptir máli hvernig við röðum í ísskápinn

Hinn fullkomni ísskápur.
Hinn fullkomni ísskápur. Ljósmynd/Apartment Therapy

Þú hugsar kannski ekki mikið út í það, hvar og hvernig þú raðar matvörum í ísskápinn – en það er enga að síður mikilvægt.

Geymsluþol matvæla verður fyrir áhrifum hvar þú setur matinn inn í ísskáp, því ísskápurinn er með mismunandi hitastig eftir „hæðum“. Ísskápshurðin er til dæmis heitasti staðurinn í ísskápnum og ætti að vera fyrir matvæli sem eru með langan endingartíma, eða matvæli sem þú notar á hverjum degi og klárast því fljótt. Það er aftur á móti kaldast í neðstu hillu og þar er gott að geyma hrátt kjöt, fisk, kjúkling og mjólkurvörur. Alls ekki svo galið að fara eftir þessum leiðbeiningum til að sporna við því að maturinn skemmist of fljótt.

Spáir þú út í hvernig þú raðar í ísskápinn?
Spáir þú út í hvernig þú raðar í ísskápinn? mbl.is/Simply Organized
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka