Ein mesta og besta uppfinning í eldhúsinu er örbylgjuofninn. En samkvæmt nýjustu fréttum erum við að hita matinn upp í ofninum á alveg kolrangan máta.
Þú þekkir það eflaust að setja mat á disk og smella honum inn í örbylgjuofn – en einhverra hluta vegna hitast hann ekki allur í gegn. Hinir miklu og snjöllu matgæðingar þarna úti eru með svörin við þessari stóru spurningu, en TikTok-arinn Avila segir vandann snúast um diskinn. Við eigum ekki að setja allan matinn fyrir miðju disksins, heldur dreifa úr honum til að hann nái að hitast jafnt yfir.
Annað atriði sem hún bendir á, er að setja lítinn bolla af vatni með inn í örbylgjuofninn ef þú ert að hita upp pítsu – þannig helst rakinn í pítsunni og hún verður ekki seig þegar þú bítur í hana.