Nýtt borðstofuljós sem fagurkerar elska

Splúnkunýtt borðstofuljós frá Mernøe - og þykir afskaplega fagurt.
Splúnkunýtt borðstofuljós frá Mernøe - og þykir afskaplega fagurt. Mbl.is/ Mernøe

Splúnku­nýtt hönn­un­ar­fyr­ir­tæki – og splúnku­nýtt ljós sem hef­ur vakið mikla at­hygli fag­ur­kera í Skandi­nav­íu og víðar ef því er að skipta.

Mernøe er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sem sam­an­stend­ur af hönnuðinum og verk­fræðingn­um Morten Mernøe, ásamt son­um hans tveim, Ulrik og Jakob Mernøe. Það var á hönn­un­ar­hátíðinni 3daysofdesign í Kaup­manna­höfn sem fyr­ir­tækið kynnti nýja borðstofu­ljósið til leiks. En ljósið var upp­spretta af per­sónu­legri þörf, þar sem Morten sótt­ist eft­ir lýs­ingu sem myndi svipa til kerta­ljóss – þó með það mik­illi birtu að hægt væri að lesa við ljósið.

Mbl.is/ Mernøe
Sýningarsal Mernøe, má finna á Kronprinsessegade í Kaupmannahöfn.
Sýn­ing­ar­sal Mernøe, má finna á Kronprins­essega­de í Kaup­manna­höfn. Mbl.is/ Mernøe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert