Prófaðu þetta næst með kaffið

Kaffiþyrstir verða að kunna þetta snjalla húsráð.
Kaffiþyrstir verða að kunna þetta snjalla húsráð. Mbl.is/rajmin2025

Hér er á ferðinni frá­bært lausn fyr­ir þá sem vilja mjólk út í kaffið sitt. Við ein­fald­lega spyrj­um okk­ur – af hverju var okk­ur ekki búið að detta þetta í hug fyrr?

Stund­um klár­ast mjólk­in á heim­il­inu og þeir sem verða ómögu­leg­ir ef hana vant­ar út í kaffið, þá er þetta það sem þú þarft að gera. Það má nefni­lega nota ís­mola­box und­ir ansi margt eins og við höf­um oft komið að hér á mat­ar­vefn­um. En í þetta skiptið skaltu fylla formið af mjólk og setja í frysti. Þannig áttu alltaf til hinn full­komna skammt af mjólk út í kaffið.

Það er snilld að hella mjólk í ísmolabox og frysta.
Það er snilld að hella mjólk í ís­mola­box og frysta. Mbl.is/​rajm­in2025
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert