Auðveldasta fiski-taco allra tíma

Ofsalega ljúffengt fiskitaco frá Hildi Rut.
Ofsalega ljúffengt fiskitaco frá Hildi Rut. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ofsa­lega girni­legt fiskitacos úr smiðju Hild­ar Rut­ar, sem not­ast við fiskistang­ir úr glæ­nýj­um þorski og raspi.

„Stang­irn­ar eru for­eldaðar en einnig frysti­vara og er því mjög þægi­legt að eiga þær til í fryst­in­um. Tacoið inni­held­ur einnig tóm­ata, gúrku, avóka­dó, sal­at, kína­kál, vor­lauk og ein­falt spæsí majó með japönsku maj­ónesi og vá hvað þetta er allt sam­an gott. Þetta er mjög barn­vænn rétt­ur en börn­in mín velja það græn­meti sem þeim finnst best", seg­ir Hild­ur Rut.

Auðveldasta fiski-taco allra tíma

Vista Prenta

Ein­falda út­gáf­an af fiskitacos

Upp­skrift ger­ir þrjú taco

  • 3 stk fiskistang­ir frá Grími kokki
  • 3 stk litl­ar tortill­ur
  • 3 stk chedd­ar sneiðar (ég kaupi mjúk­ar sem eru er­lend­ar en þær eru til í flest­um mat­vöru­versl­un­um)
  • Kína­kál eft­ir smekk
  • Blaðsal­at eft­ir smekk
  • 1 tóm­at­ur
  • ½ dl gúrka, smátt skor­in
  • ½ avóka­dó
  • 1 lime
  • Vor­lauk­ur eft­ir smekk
  • Kórí­and­er eft­ir smekk

Spæsí maj­ónes

  • 1 dl jap­anskt maj­ónes
  • 1-2 tsk. chili mauk úr krukku (smakkið ykk­ur til ef að þið viljið ekki hafa þetta of sterkt)

Aðferð:

  1. Bakið fiskistang­irn­ar í 12-15 mín­út­ur við 185°C.
  2. Á meðan er gott að und­ir­búa meðlætið. Skerið kína­kál og blaðsal­at í litla strimla.
  3. Skerið tóm­ata, gúrku og avóka­dó í litla bita. Blandið sam­an í skál en einnig er líka hægt að hafa þetta allt í sitt­hvoru lagi. Skerið lime í báta og kreystið úr ein­um bátn­um yfir avóka­dóið eða blönd­una.
  4. Hærið sam­an í sós­una maj­ónesi og chili mauki.
  5. Dreifið chedd­ar ost­in­um á tortill­urn­ar og bakið í 2-3 mín­út­ur eða þar til þær eru aðeins stökk­ar og ost­ur­inn er bráðnaður.
  6. Fyllið tortill­urn­ar með kína­káli, sal­ati, tómöt­um, gúrku, avóka­dói, fiski­stöng og sósu og toppið með smátt söxuðum vor­lauk, kórí­and­er og kreystið safa úr lime yfir.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert