Silkimjúk súkkulaðikaka með ómótstæðilegu kremi

Súkkulaðisæla sem kætir mannskapinn.
Súkkulaðisæla sem kætir mannskapinn. Mbl.is/pinterest_halfbakedharvest.com

Súkkulaðitert­ur finn­ast í mörg­um út­færsl­un, en sag­an seg­ir að þessi sé hreint út sagt ómót­stæðileg. Dúnamjúk með æðis­legu kremi.

Silkimjúk súkkulaðikaka með ómótstæðilegu kremi

Vista Prenta

Silkimjúk súkkulaðikaka með ómót­stæðilegu kremi

  • 12 msk. kakó
  • 500 g hveiti
  • 600 g syk­ur
  • 2 tsk. mat­ar­sódi
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • ½ tsk. salt
  • 4 egg
  • 300 g smjör
  • 5 dl vatn

Glassúr

  • 150 g smjör
  • 5 msk. kakó
  • 10 msk. flór­syk­ur
  • 1-2 msk. vatn (má skipta vatni út með kaffi ef vill)
  • Sjáv­ar­salt til skrauts

Aðferð:

  1. Sigtið kakó, hveiti, mat­ar­sóda og lyfti­duft í skál.
  2. Bætið eggj­um, bráðnuðu smjöri, salti, sykri og vatni út í og hrærið vel sam­an.
  3. Hellið deig­inu í stórt bök­un­ar­form.
  4. Bakið í 35 mín­út­ur við 170°. Kak­an á að vera svo­lítið klístruð í miðjunni.

Glassúr

  1. Takið smjörið úr kæli og látið standa þar til mjúkt.
  2. Smjöri, kakó, flór­sykri og vatni blandað sam­an.
  3. Smyrjið yfir kök­una eft­ir að hún hef­ur kólnað.
  4. Skreytið með sjáv­ar­salts­flög­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert