Súkkulaðitertur finnast í mörgum útfærslun, en sagan segir að þessi sé hreint út sagt ómótstæðileg. Dúnamjúk með æðislegu kremi.
Silkimjúk súkkulaðikaka með ómótstæðilegu kremi
- 12 msk. kakó
- 500 g hveiti
- 600 g sykur
- 2 tsk. matarsódi
- 2 tsk. lyftiduft
- ½ tsk. salt
- 4 egg
- 300 g smjör
- 5 dl vatn
Glassúr
- 150 g smjör
- 5 msk. kakó
- 10 msk. flórsykur
- 1-2 msk. vatn (má skipta vatni út með kaffi ef vill)
- Sjávarsalt til skrauts
Aðferð:
- Sigtið kakó, hveiti, matarsóda og lyftiduft í skál.
- Bætið eggjum, bráðnuðu smjöri, salti, sykri og vatni út í og hrærið vel saman.
- Hellið deiginu í stórt bökunarform.
- Bakið í 35 mínútur við 170°. Kakan á að vera svolítið klístruð í miðjunni.
Glassúr
- Takið smjörið úr kæli og látið standa þar til mjúkt.
- Smjöri, kakó, flórsykri og vatni blandað saman.
- Smyrjið yfir kökuna eftir að hún hefur kólnað.
- Skreytið með sjávarsaltsflögum.