Sögurnar á bak við stóru sælgætisnöfnin

Það eru skemmtilegar sögur á bak við sælgætisnöfnin sem við …
Það eru skemmtilegar sögur á bak við sælgætisnöfnin sem við þekkjum svo vel. mbl.is/Getty Images

Hef­urðu ein­hvern tím­ann velt því fyr­ir þér hvaðan nöfn­in á vin­sæl­ustu sæl­gæt­is­fram­leiðend­um heims koma? Hér eru nokk­ur vel val­in vörumerki sem eiga sér sögu.

PEZ – sæl­gæti og leik­fang í ein­um og sama pakk­an­um. Nafnið er aft­ur á móti dregið frá þýska orðinu Pf­ef­ferm­inz eða pip­ar­mynta á ís­lensku.

Katj­es sæl­gætið á sér þema­lag í aug­lýs­ing­um sem ómar í höfðinu eft­ir að hafa heyrt það nokkr­um sinn­um – „Katj­es-yes-yes-yes“. En þó að fram­leiðand­inn sé þýsk­ur, þá er nafnið dregið frá hollandi og þýðir kett­ling­ar.

HARI­BO ættu all­ir að þekkja. Hér um ræðir enn einn þýska sæl­gæt­is­fram­leiðand­ann sem dreg­ur nafnið út frá eig­in nafni og fæðing­arstað. HAns RIegel fædd­ur í Bonn - eða HA-RI-BO.

TOBLERONE, hið þrí­hyrnda súkkulaði sem mætti halda að dragi nafn sitt frá sviss­nesku ölp­un­um. En svo er ekki raun­in, því fyrri hluti orðsins „Tobler“ er dregið frá ein­um upp­hafs­manna súkkulaðsins og ít­alska orðið „torrone“ þýðir núgat með möndl­um. Svo þessu tvennu skeytt sam­an, og út­kom­an verður TOBLERONE.

MILKA er nafn sem seg­ir sig nán­ast sjálft. Eða mjólk + kakó = MILKA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert