Sögurnar á bak við stóru sælgætisnöfnin

Það eru skemmtilegar sögur á bak við sælgætisnöfnin sem við …
Það eru skemmtilegar sögur á bak við sælgætisnöfnin sem við þekkjum svo vel. mbl.is/Getty Images

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvaðan nöfnin á vinsælustu sælgætisframleiðendum heims koma? Hér eru nokkur vel valin vörumerki sem eiga sér sögu.

PEZ – sælgæti og leikfang í einum og sama pakkanum. Nafnið er aftur á móti dregið frá þýska orðinu Pfefferminz eða piparmynta á íslensku.

Katjes sælgætið á sér þemalag í auglýsingum sem ómar í höfðinu eftir að hafa heyrt það nokkrum sinnum – „Katjes-yes-yes-yes“. En þó að framleiðandinn sé þýskur, þá er nafnið dregið frá hollandi og þýðir kettlingar.

HARIBO ættu allir að þekkja. Hér um ræðir enn einn þýska sælgætisframleiðandann sem dregur nafnið út frá eigin nafni og fæðingarstað. HAns RIegel fæddur í Bonn - eða HA-RI-BO.

TOBLERONE, hið þríhyrnda súkkulaði sem mætti halda að dragi nafn sitt frá svissnesku ölpunum. En svo er ekki raunin, því fyrri hluti orðsins „Tobler“ er dregið frá einum upphafsmanna súkkulaðsins og ítalska orðið „torrone“ þýðir núgat með möndlum. Svo þessu tvennu skeytt saman, og útkoman verður TOBLERONE.

MILKA er nafn sem segir sig nánast sjálft. Eða mjólk + kakó = MILKA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka