Stórtækar breytingar hjá McDonald's

Engin plastleikföng verða í barnaboxum skyndibitakeðjunnar McDonald's í nánustu framtíð.
Engin plastleikföng verða í barnaboxum skyndibitakeðjunnar McDonald's í nánustu framtíð. Mbl.is/Shutterstock

Skyndi­bita­keðjan McDon­ald's hef­ur heitið því að draga úr plast­notk­un, og eitt af fyrstu skref­un­um er að breyta Happy Meal-leik­föng­un­um úti um all­an heim fyr­ir lok árs­ins 2025.

Það voru bresk­ir skólakrakk­ar sem hófu und­ir­skrifta­söfn­un á heimasíðunni Change.org, og skoruðu meðal ann­ars á Burger King og McDon­ald's að hætta að setja plast­dót í máltíðakass­ana. Krakk­arn­ir höfðu lært í skól­an­um um áhrif plasts á um­hverfið og vildu leggja sitt af mörk­um til að vernda lífið á jörðinni. Alls söfnuðust yfir hálf millj­ón und­ir­skrifta og hvort sem það hafi haft áhrif á skyndi­bita­keðjurn­ar eða hvað – þá hafa bæði fyr­ir­tæk­in heitið því að nota ekk­ert nema end­ur­vinn­an­leg leik­föng í barna­box­in. Og nú þegar hafa breyt­ing­ar átt sér stað í ýms­um lönd­um á borð við Írland, Frakk­land, Jap­an og Bret­land, þar sem máltíðunum fylg­ir annaðhvort mjúkt leik­fang, leik­fang úr pappa eða bók.
McDon­ald's sel­ur yfir einn millj­arð af barna­máltíðum ár­lega um heim all­an, svo hér er aug­ljós­lega um mikið um­fang af plasti að ræða. 

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is/​Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert