Skyndibitakeðjan McDonald's hefur heitið því að draga úr plastnotkun, og eitt af fyrstu skrefunum er að breyta Happy Meal-leikföngunum úti um allan heim fyrir lok ársins 2025.
Það voru breskir skólakrakkar sem hófu undirskriftasöfnun á heimasíðunni Change.org, og skoruðu meðal annars á Burger King og McDonald's að hætta að setja plastdót í máltíðakassana. Krakkarnir höfðu lært í skólanum um áhrif plasts á umhverfið og vildu leggja sitt af mörkum til að vernda lífið á jörðinni. Alls söfnuðust yfir hálf milljón undirskrifta og hvort sem það hafi haft áhrif á skyndibitakeðjurnar eða hvað – þá hafa bæði fyrirtækin heitið því að nota ekkert nema endurvinnanleg leikföng í barnaboxin. Og nú þegar hafa breytingar átt sér stað í ýmsum löndum á borð við Írland, Frakkland, Japan og Bretland, þar sem máltíðunum fylgir annaðhvort mjúkt leikfang, leikfang úr pappa eða bók.
McDonald's selur yfir einn milljarð af barnamáltíðum árlega um heim allan, svo hér er augljóslega um mikið umfang af plasti að ræða.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl