Reglurnar sem tiltektarsérfræðingarnir fara eftir

Ertu með öll atriðin á hreinu hvað þrif varðar.
Ertu með öll atriðin á hreinu hvað þrif varðar. mbl.is/Kim Lucian

Til­tekt­ar­dag­ar eru ekki upp­á­halds­dag­ar vik­unn­ar, en við get­um auðveldað okk­ur lífið heil­mikið með því að fylgja ör­fá­um regl­um. Hér eru þrjár til­lög­ur að betri til­tekt­ar­dög­um fyr­ir utan að hækka í tón­list­inni á meðan þú þríf­ur.

Stærri flet­ir

Byrjaðu á öll­um stærri flöt­um, þá kommóðum, eld­hús­borðinu, glugga­kist­um og skrif­borði; þeim yf­ir­borðsflöt­um þar sem hlut­ir flæða oft út um allt og við vit­um í raun ekki hvað við eig­um að gera við þá. Staðreynd­in er sú að það skap­ast ringul­reið í amstri dags­ins og hlut­ir eiga það til að enda á vit­laus­um stöðum. Finn­um þess­um hlut­um pláss. 

Mitt og þitt

Í sam­bönd­um er mik­il­vægt að virða „mitt og þitt“. Spurðu maka þinn hvort þú meg­ir „ráðskast“ með dót hans/​henn­ar eða hvort hann/​hún ætli að ganga frá því sjálf/​ur. Hér get­ur verið átt við ýmsa papp­íra, vinnu­skjöl eða annað sem viðkom­andi hef­ur dreift úr á eld­hús­borðinu eða inni í svefn­her­bergi.

Flokkaðu

Komdu skipu­lagi á hlut­ina. Marg­ir eiga það til að dreifa sömu hlut­un­um víða um heim­ilið þótt einn staður sé nóg. Til dæm­is er óþarfi að vera með hand­klæði á mörg­um stöðum þó að fleiri en eitt baðher­bergi sé að finna á heim­il­inu. Það verður allt miklu auðveld­ara þegar hlut­irn­ir eiga sinn fasta stað.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert