Uppáhalds veitingastaður Doritos unnenda

Doritos veitingastaður hefur opnað í London.
Doritos veitingastaður hefur opnað í London. Mbl.is/Doritos

Þeir sem elska hið auðmjúka Do­ritos, ættu að staldra við og kynna sér nýj­an veit­ingastað sem býður ein­göngu upp á upp­á­halds flög­urn­ar þínar. „Do­ritos Diner“ er nýr skyndi­bitastaður í Bretlandi og hef­ur opnað dyrn­ar á þrem­ur stöðum víðsveg­ar um London.

Hvort sem þú heill­ast af bláu pok­un­um þeirra, eða þeim gulu með osta­bragðinu – þá er eitt­hvað fyr­ir alla hér að finna. Kjúk­linga­borg­ar­ar með Do­ritos muln­ingi eða BBQ væng­ir með stökkri snakk­húð, allt sem þú ósk­ar þér og meira til. Og til að toppa sig, þá hafa þeir út­búið sér­stak­an mat­seðil með græn­met­is­rétt­um.

Hér fer þó eng­inn sósu­laus í gegn­um neina máltíð, því yf­ir­burða mikið úr­val af allskyns sós­um og salsa er í boði til að bleyta upp í flög­un­um. Það fer alltaf að verða meiri og meiri ástæða til að skella sér á bresk­ar slóðir og kanna þar nán­ar mat og drykk.

Mbl.is/​Do­ritos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert