Hendriks gúrkur væntanlegar á markað

Súrar gingúrkur er það nýjasta!
Súrar gingúrkur er það nýjasta! mbl.is/Hendrick's Gin x Katz's Delicatessen

Skoska Hendrick's Gin og Katz's Delica­tessen í New York, hafa tekið hönd­um sam­an og kynna al­veg nýja út­gáfu af súr­um gúrk­um í gin­blöndu.

Þó að súr­ar gúrk­ur í gini hljómi ekki sem besta út­gáf­an, þá ber að nefna að gin­fram­leiðand­inn Hendrick's not­ar gúrk­ur í upp­skrift­irn­ar sín­ar – svo það er ekki langt að sækja í inni­halds­list­ann. Hér sjá­um við gúrk­ur í óá­fengu gini, þar sem raun­veru­legt gin er ekki notað í fram­leiðslu. Þess í stað er bland­an búin til úr ým­is­kon­ar berj­um sem tek­ur um 72 tíma að þróa. En lyk­ill­inn að blönd­unni var að búa til sér­stakt og yf­ir­vegað bragð af súr­um gúrk­um, þar sem áhersl­an er á kórí­and­er í salt­vatn­inu. Gúrk­urn­ar þykja af­bragðsgóðar ein­ar og sér og einnig út í gin­kokteila sem setja sann­ar­lega sinn svip á drykk­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert