Boffi í eina sæng með öðru eins smekkfólki

Ítalski eldhúsframleiðandinn Boffi er leiðandi á sínu sviði.
Ítalski eldhúsframleiðandinn Boffi er leiðandi á sínu sviði. Mbl.is/Boffi

Boffi, glæsi­leg­asti eld­hús­fram­leiðandi heims (leyf­um við okk­ur að full­yrða), hef­ur tekið hönd­um sam­an við aðra eins snill­inga og út­kom­an er ólýs­an­legt sam­starf sem full­komn­ar heim­ilið.

Ítalski fram­leiðand­inn hef­ur verið leiðandi í gerð eld­húsa í meira en 80 ár. Fyrsta eld­hús­inn­rétt­ing­in þeirra í lit var hönnuð árið 1954 og fjór­um árum seinna kom inn­rétt­ing á markað þar sem lam­ina­te og viði er blandað sam­an og þótti afar nýmóðins á þeim tíma. Á átt­unda ára­tugn­um bætt­ust við baðinn­rétt­ing­ar og hjól­in fóru að snú­ast fyr­ir al­vöru, þar sem Boffi stækkaði hratt sem vörumerki og varð þekkt­ur eld­hús­fram­leiðandi á heimsvísu.

Boffi | De Padova er leiðandi sam­starf fimm ólíkra fyr­ir­tækja sem hver um sig skil­ar sínu í átt að lausn­um á glæst­an og nú­tíma­leg­an máta. Hér um ræðir Boffi, De Padova, MA/​U Studio, ADL og Time & Style ēditi­on – þar sem hver og einn býr yfir sinni ein­stöku sér­stöðu þegar kem­ur að því að fegra heim­ilið. Sam­starfið fær­ir okk­ur sér­hannað eld­hús, baðher­bergi, fata­skápa, eld­hús­borð og stóla, lýs­ingu, gler­h­urðar og hill­ur. Hér sjá­um við ít­alska hönn­un eins og hún ger­ist best, þar sem hvergi er gefið eft­ir.

Borð, stólar og glæsileg eldhúsinnrétting eru afrakstur í nýju samstarfi.
Borð, stól­ar og glæsi­leg eld­hús­inn­rétt­ing eru afrakst­ur í nýju sam­starfi. Mbl.is/​Boffi
Sjáið þetta fallega bað!
Sjáið þetta fal­lega bað! Mbl.is/​Boffi
Glerveggir sem skilrúm eru hluti af samstarfinu.
Gler­vegg­ir sem skil­rúm eru hluti af sam­starf­inu. Mbl.is/​Boffi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert