Spennandi vikumatseðill Sindra Snæs í Húrra

Sindri Snær er mikill matgæðingur, enda einn af eigendum Yuzu …
Sindri Snær er mikill matgæðingur, enda einn af eigendum Yuzu og Flatey pizza. mbl.is/Mynd aðsend

Það er vel við hæfi að fá mat­gæðing­inn Sindra Snæ Jens­son til að setja sam­an viku­seðil­inn – en Sindri er einn af eig­end­um Yuzu, Flat­ey pizza, Húrra og nú einnig Auto.

„Ég borða óneit­an­lega mikið á veit­inga­stöðum og ég inn­byrði senni­lega meira af pítsum og ham­borg­ur­um en meðalmaður­inn. Þar að auki bý ég í miðbæn­um og stutt að sækja alla bestu veit­ingastaði borg­ar­inn­ar. Í há­deg­inu reyni ég að borða fisk eins og oft og kost­ur er á,“ seg­ir Sindri í sam­tali.

Það er mikið um að vera hjá Sindra þessa dag­ana, en ný­verið var opnaður næt­ur­klúbbur­inn Auto í Lækj­ar­götu þar sem öllu var tjaldað til að sögn Sindra – og ár­ang­ur­inn hef­ur verið eft­ir því. „Það stytt­ist líka í jól­in hjá Húrra og allt orðið fullt af nýj­um fal­leg­um vör­um. Við vor­um að fá af­henta þriðju hæðina á versl­un­inni okk­ar þar sem við verðum með skrif­stofu og ljós­mynda­stúd­íó og Húrra Reykja­vík því orðið sann­kallað tísku­hús,“ seg­ir Sindri.

Ný­lega fékk Yuzu út­nefn­ing­una besti ham­borg­ari í Reykja­vík frá Grapevine og ný­verið var staður­inn opnaður í mat­höll­inni Borg29, við góðar und­ir­tekt­ir. „Næst á dag­skrá hjá Yuzu er að opna í glæsi­legri mat­höll í Hvera­gerði, mjög spenn­andi, sér­stak­lega í ljósi þess sem hef­ur verið í gangi á Sel­fossi. Í sum­ar opnuðum við Flat­ey í Gamla Mjólk­ur­bú­inu á Sel­fossi við frá­bær­ar mót­tök­ur og Suður­landið greini­lega mjög mót­tæki­legt fyr­ir nýj­um veit­inga­stöðum,“ seg­ir Sindri og bæt­ir við að lok­um: „Þrátt fyr­ir að það sé nóg að gera reyni ég að spila eins mikið golf og ég kem að og fram und­an er ferð með 11 strák­um á PGA Ca­tal­unya rétt fyr­ir utan Barcelona núna í októ­ber.“

Mánu­dag­ur:

Þriðju­dag­ur:

Miðviku­dag­ur:

Fimmtu­dag­ur:

Föstu­dag­ur:

Laug­ar­dag­ur:

Sunnu­dag­ur:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert