Kryddjurtir eru æðislegar til að ná fram einstöku bragði í matargerð. Hér er eplakaka með rósmarín og hnetum sem framkalla töfra fyrir bragðlaukana. Eplakaka eins og hún gerist best og þá borin fram með rjóma.
Æðisleg eplakaka með hnetum og rósmarín
- 200 g smjör
- 200 g sykur
- Raspaður börkur af tveimur lime
- 4 stór egg
- 150 g möndlumjöl
- 75 g hveiti
- 1 ½ tsk lyftiduft
- 2 tsk vanillusykur
- 4 epli
- 4 rósmaríngreinar
- 50 g hakkaðar valhnetur
- Flórsykur til að skreyta
Aðferð:
- Hitið ofninn á 180°.
- Pískið smjör, sykur og raspaðan lime saman – í sirka 10 mínútur.
- Bætið eggjunum saman við, eitt í einu.
- Blandið möndlumjöli saman við hveitið, lyftidufti og vanillusykri og hrærið því saman við deigið.
- Hellið deiginu í smelluform (22-25 cm), með smjörpappír.
- Skerið eplin í báta. Saxið rósmarín og veltið eplunum saman við. Dreifið eplabátunum yfir deigið í forminu og stráið hnetunum yfir.
- Bakið kökuna í 50 mínútur. Stingið kökunál í kökuna til að sjá hvort hún sé ekki örugglega bökuð í gegn þar sem ofnar geta verið mismunandi.
- Látið kólna og stráið flórsykri yfir.