Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsöluhöfundur – hefur náð lengra en flestir á hennar aldri í bakstri og kökugerð hér á landi. Elenora velur fyrir okkur matseðil vikunnar sem er afar ljúffengur og ætti að falla í kramið hjá flestum.
Elenora sagði í samtali að hún væri að taka því rólega þessa dagana þar sem hún hugar vel að sér líkamlega og andlega. Hún starfar í Bláa Lóninu og á næstu vikum eru nýjir sjónvarpsþættir væntanlegir með Elenoru í aðalhlutverki. „Ég er nýlega útskrifuð og er þessa dagana að leyfa mér að dagdreyma soldið stórt, og finna mér ný mér verkefni. Það er aldrei lognmolla í kringum mig og ég reyni að njóta mín eins og ég get”, segir Elenora í samtali. En bakarasnillingurinn er einnig að stefna á nám hjá „Le Cordon Bleu“ í London næsta vor, og hefur í nógu að snúast með að vinna í þeirri umsókn. Hér hefur hún sett saman matseðil vikunnar sem hleypir vatni í munninn.
Mánudagur:
Gott Carbonara er einn af mínum uppáhalds pastaréttum en ég er mikil psatakona, hér kemur skotheld uppskrift af Carbonara.
Þriðjudagur:
Þessi fiskiréttur getur ekki klikkað! Allt sem er mexíkóskt er alltaf svo næs og ég tala nú ekki um að prófa eitthvað annað en klassíska steikta fiskinn.
Miðvikudagur:
Það hlakkaði í ostakonunni í mér þegar ég sá þessa girnilegu uppskrift. Ef þið viljið alvöru miðvikudagsdekur og eitthvað ótrúlega næs þá er þessi algjörlega málið.
Fimmtudagur:
Vikan er alveg að verða búin og það er heldur betur farið að hausta. Þá er tilvalið að skella í eitthvað sem iljar manni að innan og eiga huggulega kvöldstund með fjölskyldunni og gæða sér á góðri haustsúpu.
Föstudagur:
Að sjálfsögðu er föstudagspítsa. Þessar eru alvöru og lygilega bragðgóðar! Nú væri heldur betur tilvalið að kalla fjölskylduna eða vinahópinn saman, skella í pítsukvöld og jafnvel skála fyrir vikunni sem var að líða.
Laugardagur:
Þessi kjúklingaréttur er alveg ómótstæðilegur á góðu laugardagskvöldi enda spennandi og vel þess virði að dunda sér við í eldhúsinu.
Sunnudagur:
Það er sunnudagur og þig langar að gera vel við þig og þína en samt hafa það fljótlegt og þægilegt! Þessar tacos eru allt sem þú vilt og leika við bragðlaukana. Ég mæli með að prófa.