Góðan daginn! Hér bjóðum við upp á samloku sem mun halda þér gangandi allan daginn og hentar einnig stórvel á helgarborðið þar sem hún inniheldur allt það sem þú velur þér á morgunverðarhlaðborðum.
Samlokan sem dugar þér út daginn
- Langlokubrauð eða annars konar samlokubrauð
- egg
- skinka
- ostur að eigin vali
- tómatur
- beikon
- krydd að eigin vali
Aðferð:
- Byrjið á því að gera eggjahræru og setjið á annan brauðhelminginn.
- Leggið skinku, ost, tómatsneiðar og beikon ofan á.
- Leggið hinn helminginn af brauðhelmingnum ofan á og penslið með eggi. Kryddið og setjið inn í ofn á 180°C þar til osturinn hefur bráðnað.
Morgunmatur meistarans!
Mbl.is/Tiktok_ramin2025