Hér er smáréttur sem þú vilt alls ekki missa af, ef þú elskar lauk og beikon þar að segja. Fullkominn snakkbiti sem þú mátt leyfa þér að njóta hvenær sem er – því þú átt það skilið.
Beikonhringir sem gera allt vitlaust
Smárétturinn sem bragð er af
- Laukur
- Beikon
- Púðursykur
- Paprikukrydd
Aðerð:
- Skerið lauk í þykkar sneiðar og vefjið beikonsneið utan um.
- Leggið á ofngrind og kryddið með púðursykri og paprikukryddi.
- Setjið inn í 180°C ofn í 10 mínútur og berið fram með ídýfu eða sósu að eigin vali.
Mbl.is/Tiktok_ramin2025