Mættu í brúðkaupið í stórum potti

Miklar rigningar hafa átt sér stað í suðurhluta Kerala-fylki í …
Miklar rigningar hafa átt sér stað í suðurhluta Kerala-fylki í Indlandi undanfarið. Mbl.is/©Photograph: Xinhua/REX/Shutterstock

Indversk hjón mættu heldur betur á óvenjulegan máta í sitt eigið brúðkaup nú á dögunum – þar sem þau flutu í stórum potti í athöfnina.  

Miklar rigningar hafa átt sér stað í suðurhluta Kerala-fylki í Indlandi með þeim afleiðingum að minnsta kosti 27 manns hafa látið lífið. En þrátt fyrir flóð og aurskriður, létu brúðhjónin ekkert stoppa sig þennan daginn. Þar sem engar samgöngur eru í bænum, þá neyddust brúðhjónin til að grípa til þeirra ráða að fá lánaðan stóran pott – og flutu þau síðan niður göturnar í átt að musterinu.  

Brúðhjónin komust heilu á höldnu að litlu musteri í Thalavady, þar sem þau skiptust á blómakrösnum að hefð hindúa. En parið var staðráðið að fara í gegnum athöfnina þrátt fyrir veðurofsann sem ríkti í landinu þar sem ár hafa flætt yfir brýr og vegir hafa sópast burt. Ástin á sér engin mörk – svo eitt er fyrir víst.

Hér má sjá brúðhjónin í pottinum.
Hér má sjá brúðhjónin í pottinum. Mbl.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka