Anna Fía mætti með geggjaða ídýfu

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Við höldum áfram að birta uppskriftir úr mexíkóveislu ársins hjá Kvennakór Ísafjarðar sem Albert Eiríksson sagði svo skemmtilega frá og hér er það hún Anna Fía sem deilir uppskrift að kaldri salsaídýfu sem ætti engan að svíkja.

Sjálf segir Anna að uppskriftin sé eiginlega engin uppskrift heldur meira svona slump en sé þó sirka svona:

Köld salsaídýfa

  • 400 g hreinn rjómaostur
  • 1 krukka doritos salsa sósa

Hrært saman og sett í form.

Iceberg salat, tómatar og rauðlaukur skorið smátt og dreift yfir.

Borðað með doritos flögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka