Þrjár leiðir til að minnka ryk á heimilinu

Ertu með puttann á púlsinum þegar kemur að því að …
Ertu með puttann á púlsinum þegar kemur að því að þrífa? mbl.is/

Það er stund­um eins og rykið feli sig í skúff­un­um og skríði fram á hill­ur og hús­gögn um leið og við erum búin að þurrka af. En hér eru þrjú atriði sem halda ryk­inu í skefj­um.

Núm­er eitt:
Settu dag­blöð ofan á efri skáp­ana í eld­hús­inu sem og í öðrum her­bergj­um á heim­il­inu. Þannig verður mun auðveld­ara að taka papp­ír­inn sam­an og henda í stað þess að berj­ast við hnausþykkt rykið sem safn­ast þar fyr­ir.

Núm­er tvö:
Settu euca­lypt­us ilmdropa í þvotta­efn­is­hólfið í þvotta­vél­inni, til að losna við ryk­maura í flík­um og öðrum tex­tíl.

Núm­er þrjú:
Notaðu mopp­una til að þurrka yfir vegg­ina á heim­il­inu, því það safn­ast ótrú­legt magn af ryki á veggj­un­um sjálf­um. Gott er að vera með raka moppu í verkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert