Rétturinn sem tekur enga stund að matreiða

Einfalt, hollt og bragðgott salat.
Einfalt, hollt og bragðgott salat. mbl.is/Mynd aðsend

Þjálf­ar­inn og mat­gæðing­ur­inn Anna Marta Ásgeirs­dótt­ir deil­ir hér sára­ein­faldri upp­skrift sem þú reiðir fram á ör­fá­um mín­út­um. Hér ræðir um veg­ansal­at sem þú get­ur fyllt með því græn­meti sem þú elsk­ar, eða fylgt upp­skrift­inni sem er hér fyr­ir neðan. Ein­falt og ofsa­lega gott!  

Rétt­ur­inn sem tek­ur enga stund að mat­reiða

  • Veg­an­buff frá Ellu Stínu
  • sal­at frá t.d. Vaxa
  • tóm­at­ur
  • rauð paprika
  • pestó og döðlumauk ANNA MARTA

Aðferð:

  1. Buffið er steikt á pönnu 5-7 mín. á hvorri hlið. 
  2. Græn­metið skorið niður eft­ir smekk.
  3. Öllum hrá­efn­un­um er skellt skál og blandað sam­an.
  4. Borið fram og borðað með góðri sam­visku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert