Elín Svafa hélt tryllt hrekkjavökupartí á Geysi

Stórkostlega flott matarborðið hjá Elínu Svöfu þetta árið.
Stórkostlega flott matarborðið hjá Elínu Svöfu þetta árið. Mbl.is/Mynd aðsend

Draug­ar og vætt­ir finn­ast víða um landið þessa dag­ana, en við rák­umst á eitt flott­asta drauga­húsið á Geysi í Hauka­dal þar sem öllu var til tjaldað.

Það er ótrú­lega gam­an að sjá hvað land­inn er að taka vel í hrekkja­vöku­hátíðina sem hald­in er ár hvert í lok þessa mánaðar. Og ein af þeim sem hef­ur tekið hátíðina skref­inu lengra er Elín Svafa Thorodd­sen, sem rek­ur Hót­el Geysi ásamt fjöl­skyldu sinni. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Elín held­ur slíkt partí sem hún skipu­legg­ur fyr­ir börn sem og full­orðna og verður sí­fellt vin­sælli með hverju ár­inu. „Ég byrjaði á þess­ari hefð fyr­ir þrem­ur árum síðan og hef smátt og smátt sankað að mér skrauti, bún­ing­um og allskyns hryll­ings­dóti - svona eins og maður safn­ar jóla­skrauti.  Ég var alltaf að bíða eft­ir að fá boð í hroll­vekju partí en ákvað bara að taka mál­in í mín­ar hend­ur, og nú er þetta orðin hefð hjá mér“, seg­ir Elín og bæt­ir við; „Ég mæli með að vera mjög tim­an­lega að safna skrauti eða föndra skrautið, því það þarf að vera í nokkuð miklu magni til að gera stemm­ing­una virki­lega hroll­vekj­andi. Svo þarf að vera tím­an­lega í að byrja að skreyta til að ná hrylli­legri stemm­ingu í hús­inu. Börn­in hafa svaka­lega gam­an að því að út­búa skrautið og und­ir­bún­ing­ur­inn er stór hluti af fjör­inu“, seg­ir Elín Svafa og við ef­umst ekki um spenn­una sem get­ur magn­ast hjá krökk­un­um. Kannski er hrekkja­vak­an eins og litlu jól­in ef út í það er farið!

Elín Svafa elskar hrekkjavökuhátíðina og gengur skrefinu lengra en margir …
Elín Svafa elsk­ar hrekkja­vöku­hátíðina og geng­ur skref­inu lengra en marg­ir aðrir þegar kem­ur að því að skreyta. Mbl.is/​Mynd aðsend

„Hrylli­lega“ góður mat­ur
Elín seg­ist alltaf bjóða upp á graskerssúpu, enda sé það vel við hæfi á þess­um árs­tíma. „Við eig­um vini sem eru veg­an og aðrir eru með fæðuóþol – þannig að við buðum líka upp á hreina tóm­atsúpu sem er veg­an, glút­en- og mjólk­ur­laus. Með þessu var allskon­ar nýbakað brauð, nauta­sal­at, tún­fisksal­at og nauta carpaccio. Nauta­sal­atið sló al­gjör­lega í gegn. Síðan buðum við upp á gul­rót­ar­köku, súkkulaðiköku og kleinu­hringi sem ég skreytti með hauskúp­um. Eins voru litl­ar muff­ins í anda þem­ans með graskers­skreyt­ingu ofan á. Svo er ómiss­andi að hafa allskon­ar hrylli­legt nammi eins og t.d. súkkulaði augn­steina. Það má svo sann­ar­lega skreyta all­an mat með blóðugum gerviaug­um, kóngu­lóm og hauskúp­um - það er líka æði að setja mat­inn inn í beina­grind“, seg­ir Elín Svafa.

Það er varla er hægt að dæma um flottustu búningana …
Það er varla er hægt að dæma um flott­ustu bún­ing­ana þegar all­ir gest­irn­ir fara alla leið þegar að því kem­ur. Mbl.is/​Mynd aðsend

Krakk­arn­ir elska hátiðina eins og jól­in
Aðspurð seg­ir Elín Svafa að krakk­arn­ir velti fyr­ir sér bún­ing­um allt árið um kring og stelp­urn­ar henn­ar æfa sig í að búa til sár og önn­ur hrylli­leg lista­verk á sig. „Skreyt­ing­arn­ar eru líka ómiss­andi og stelp­urn­ar bíða spennt­ar eft­ir að skreyta húsið eins og á jól­un­um. Svo ger­um við drauga­hús úr fim­leikaslánni þeirra, en inni í hús­inu er bara nota­legt svo eng­inn verður of hrædd­ur“, seg­ir Elín Svafa.

En hvað er ómiss­andi í svona partí? „Það er ómiss­andi að vera með yf­ir­drifið af skreyt­ing­um, góðan mat og að all­ir gest­irn­ir taki full­an þátt í þem­anu. Mæli með að hafa nóg af kóngu­ló­ar­vef því hann ger­ir mikið fyr­ir skreyt­ing­arn­ar. Eins að slökkva ljós­in og hafa fullt af kert­um og hrylli­lega tónlist und­ir – það fer þó allt eft­ir aldri þát­tak­enda. Ég hef sankað að mér skrauti í gegn­um tíðina bæði frá Banda­ríkj­un­um, Amazon, Tiger og svo föndraði ég allskon­ar líka þar sem ég nota dúkk­ur frá stelp­un­um mín­um. Ég hef fengið allskon­ar hug­mynd­ir til að föndra skraut í gegn­um Pin­t­erest. En fal­legu blóm­in með Halloween skreyt­ing­unni eru ís­lensk blóm frá Espi­flöt“, seg­ir Elín Svafa að lok­um.

Krakkarnir eru ekki síður með puttann á púlsinum þegar kemur …
Krakk­arn­ir eru ekki síður með putt­ann á púls­in­um þegar kem­ur að því að setja sig í hlut­verk. Mbl.is/​Mynd aðsend
Graskerssúpa og „hryllilegar“ kræsingar hjá Elínu Svöfu.
Graskerssúpa og „hrylli­leg­ar“ kræs­ing­ar hjá El­ínu Svöfu. Mbl.is/​Mynd aðsend
Erla Tinna, Íris, Elín Svafa og Lilja Rut - allar …
Erla Tinna, Íris, Elín Svafa og Lilja Rut - all­ar glæsi­leg­ar þrátt fyr­ir blóðslett­ur og bauga. Mbl.is/​Mynd aðsend
Þessar ungu dómur voru óhræddar í draugahúsinu á Geysi, enda …
Þess­ar ungu dóm­ur voru óhrædd­ar í drauga­hús­inu á Geysi, enda ekki að mæta í fyrsta sinn. Mbl.is/​Mynd aðsend
Mbl.is/​Mynd aðsend
Gleðin skín í augum barnanna - rétt eins og á …
Gleðin skín í aug­um barn­anna - rétt eins og á jól­un­um. Enda er hrekkja­vak­an frá­bær hátíð! Mbl.is/​Mynd aðsend
Flottar mæðgur og geggjaðir búningar.
Flott­ar mæðgur og geggjaðir bún­ing­ar. Mbl.is/​Mynd aðsend
Blóðug augu má nota í ýmislegt!
Blóðug augu má nota í ým­is­legt! Mbl.is/​Mynd aðsend
Elín Svafa fékk innblástur fyrir hátíðia í ár út frá …
Elín Svafa fékk inn­blást­ur fyr­ir hátíðia í ár út frá þess­ari mynd frá Pin­t­erest. Mbl.is/​Pin­t­erest
Elín Svafa var töffaraleg og flott í búning sem Harley …
Elín Svafa var töffara­leg og flott í bún­ing sem Harley Quinn. mbl.is/​Mynd aðsend
Mbl.is/​Mynd aðsend
Blómvöndur frá Espiflöt.
Blóm­vönd­ur frá Espi­flöt. Mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert