Elín Svafa hélt tryllt hrekkjavökupartí á Geysi

Stórkostlega flott matarborðið hjá Elínu Svöfu þetta árið.
Stórkostlega flott matarborðið hjá Elínu Svöfu þetta árið. Mbl.is/Mynd aðsend

Draugar og vættir finnast víða um landið þessa dagana, en við rákumst á eitt flottasta draugahúsið á Geysi í Haukadal þar sem öllu var til tjaldað.

Það er ótrúlega gaman að sjá hvað landinn er að taka vel í hrekkjavökuhátíðina sem haldin er ár hvert í lok þessa mánaðar. Og ein af þeim sem hefur tekið hátíðina skrefinu lengra er Elín Svafa Thoroddsen, sem rekur Hótel Geysi ásamt fjölskyldu sinni. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Elín heldur slíkt partí sem hún skipuleggur fyrir börn sem og fullorðna og verður sífellt vinsælli með hverju árinu. „Ég byrjaði á þessari hefð fyrir þremur árum síðan og hef smátt og smátt sankað að mér skrauti, búningum og allskyns hryllingsdóti - svona eins og maður safnar jólaskrauti.  Ég var alltaf að bíða eftir að fá boð í hrollvekju partí en ákvað bara að taka málin í mínar hendur, og nú er þetta orðin hefð hjá mér“, segir Elín og bætir við; „Ég mæli með að vera mjög timanlega að safna skrauti eða föndra skrautið, því það þarf að vera í nokkuð miklu magni til að gera stemminguna virkilega hrollvekjandi. Svo þarf að vera tímanlega í að byrja að skreyta til að ná hryllilegri stemmingu í húsinu. Börnin hafa svakalega gaman að því að útbúa skrautið og undirbúningurinn er stór hluti af fjörinu“, segir Elín Svafa og við efumst ekki um spennuna sem getur magnast hjá krökkunum. Kannski er hrekkjavakan eins og litlu jólin ef út í það er farið!

Elín Svafa elskar hrekkjavökuhátíðina og gengur skrefinu lengra en margir …
Elín Svafa elskar hrekkjavökuhátíðina og gengur skrefinu lengra en margir aðrir þegar kemur að því að skreyta. Mbl.is/Mynd aðsend

„Hryllilega“ góður matur
Elín segist alltaf bjóða upp á graskerssúpu, enda sé það vel við hæfi á þessum árstíma. „Við eigum vini sem eru vegan og aðrir eru með fæðuóþol – þannig að við buðum líka upp á hreina tómatsúpu sem er vegan, glúten- og mjólkurlaus. Með þessu var allskonar nýbakað brauð, nautasalat, túnfisksalat og nauta carpaccio. Nautasalatið sló algjörlega í gegn. Síðan buðum við upp á gulrótarköku, súkkulaðiköku og kleinuhringi sem ég skreytti með hauskúpum. Eins voru litlar muffins í anda þemans með graskersskreytingu ofan á. Svo er ómissandi að hafa allskonar hryllilegt nammi eins og t.d. súkkulaði augnsteina. Það má svo sannarlega skreyta allan mat með blóðugum gerviaugum, kóngulóm og hauskúpum - það er líka æði að setja matinn inn í beinagrind“, segir Elín Svafa.

Það er varla er hægt að dæma um flottustu búningana …
Það er varla er hægt að dæma um flottustu búningana þegar allir gestirnir fara alla leið þegar að því kemur. Mbl.is/Mynd aðsend

Krakkarnir elska hátiðina eins og jólin
Aðspurð segir Elín Svafa að krakkarnir velti fyrir sér búningum allt árið um kring og stelpurnar hennar æfa sig í að búa til sár og önnur hryllileg listaverk á sig. „Skreytingarnar eru líka ómissandi og stelpurnar bíða spenntar eftir að skreyta húsið eins og á jólunum. Svo gerum við draugahús úr fimleikaslánni þeirra, en inni í húsinu er bara notalegt svo enginn verður of hræddur“, segir Elín Svafa.

En hvað er ómissandi í svona partí? „Það er ómissandi að vera með yfirdrifið af skreytingum, góðan mat og að allir gestirnir taki fullan þátt í þemanu. Mæli með að hafa nóg af kóngulóarvef því hann gerir mikið fyrir skreytingarnar. Eins að slökkva ljósin og hafa fullt af kertum og hryllilega tónlist undir – það fer þó allt eftir aldri þáttakenda. Ég hef sankað að mér skrauti í gegnum tíðina bæði frá Bandaríkjunum, Amazon, Tiger og svo föndraði ég allskonar líka þar sem ég nota dúkkur frá stelpunum mínum. Ég hef fengið allskonar hugmyndir til að föndra skraut í gegnum Pinterest. En fallegu blómin með Halloween skreytingunni eru íslensk blóm frá Espiflöt“, segir Elín Svafa að lokum.

Krakkarnir eru ekki síður með puttann á púlsinum þegar kemur …
Krakkarnir eru ekki síður með puttann á púlsinum þegar kemur að því að setja sig í hlutverk. Mbl.is/Mynd aðsend
Graskerssúpa og „hryllilegar“ kræsingar hjá Elínu Svöfu.
Graskerssúpa og „hryllilegar“ kræsingar hjá Elínu Svöfu. Mbl.is/Mynd aðsend
Erla Tinna, Íris, Elín Svafa og Lilja Rut - allar …
Erla Tinna, Íris, Elín Svafa og Lilja Rut - allar glæsilegar þrátt fyrir blóðslettur og bauga. Mbl.is/Mynd aðsend
Þessar ungu dómur voru óhræddar í draugahúsinu á Geysi, enda …
Þessar ungu dómur voru óhræddar í draugahúsinu á Geysi, enda ekki að mæta í fyrsta sinn. Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Gleðin skín í augum barnanna - rétt eins og á …
Gleðin skín í augum barnanna - rétt eins og á jólunum. Enda er hrekkjavakan frábær hátíð! Mbl.is/Mynd aðsend
Flottar mæðgur og geggjaðir búningar.
Flottar mæðgur og geggjaðir búningar. Mbl.is/Mynd aðsend
Blóðug augu má nota í ýmislegt!
Blóðug augu má nota í ýmislegt! Mbl.is/Mynd aðsend
Elín Svafa fékk innblástur fyrir hátíðia í ár út frá …
Elín Svafa fékk innblástur fyrir hátíðia í ár út frá þessari mynd frá Pinterest. Mbl.is/Pinterest
Elín Svafa var töffaraleg og flott í búning sem Harley …
Elín Svafa var töffaraleg og flott í búning sem Harley Quinn. mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Blómvöndur frá Espiflöt.
Blómvöndur frá Espiflöt. Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka